Mót helgarinnar 11. og 12. nóv.
Nú um helgina munu fjórir flokkar fara í 2. umferð Íslandsmótsins.
9.flokkur kvenna (9.bekkur grunnskólans) fer í Rimaskóla. Þjálfari stúlknanna er Einar Einarsson.
Niðurröðun mótsins má finna hér: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002535.htm
8.flokkur kvenna fer í Hveragerði aðra helgina í röð og leika í 2.umf. Íslandsmótsins í 9.flokki, Stelpurnar hafa verið ósigrandi í sínum árgangi og leika upp fyrir sig í Íslandsmóti 9.flokks. Þjálfari þeirra er Margrét Sturlaugsdóttir. Þeirra mót má finna hér: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002534.htm
7.flokkur drengja (7.bekkur grunnskólans) eru á leið til Vestmannaeyja og er þetta sennilega í fyrsta skipti sem við sendum flokk til Eyja í Íslandsmót. Þjálfari Eyjadrengja er Keflvíkingurinn Björn Einarsson, yngri bróðir Einars Einars. Þjálfari Keflavíkurdrengjanna er Gísli Gíslason.
Mótið þeirra má finna hér: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002537.htm
Að lokum fara drengir í 10.flokki (10.bekk grunnskólans) í Njarðvík. Þjálfari þeirra er Michajlo Micic eða Mikki eins og við köllum hann.
Þeirra mót er hér: http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2007/00002532.htm
Áfram Keflavík