Munið lokahóf yngri flokka í dag
Lokahóf yngri flokka fer fram í Toyota höllinni í dag föstudaginn 8. maí kl. 18.00. Þar verða iðkendum veittar viðurkenningar fyrir tímabilið auk þess sem við munum renna yfir árangur allra flokka og kynna það starf sem farið hefur fram í vetur og einnig það sem er framundan. Að sjálfsögðu munum við einnig tendra í grillinu og gæða okkur á pulsum og öðru góðgæti. Allir iðkendur eru hvattir til að fjölmenna og sömuleiðis eru allir foreldrar og aðrir áhugasamir velkomnir.
Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.