Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 24. október 2010

Náðu að halda sér uppi

Seinni keppnisdagurinn hjá 9.flokki endaði vel, þar sem liðið náði að tryggja sig áfram í b-riðli, þrátt fyrir töluverð forföllí liðinu. Í liðið vantaði fjóra lykilmenn, þá Sindra ,Benidikt, Knút og Arnþór. Allt leikmenn sem leika nokkuð stór hlutverk.
Fyrri leikur dagsins var á móti erki-vinunum úr Njarðvík og töpuðum við þeim leik 41 - 59 eftir arfaslaka frammistöðu af okkar hálfu. Seinni leikur dagsins var svo úrslitaleikur um hvort liðið færi niður í C-riðil, þar sem bæði lið höfðu tapað öllum sínum leikjum í mótinu. Við byrjuðum geysilega vel, leituðum vel inn í teiginn og börðumst miklu betur en í morgunleiknum og uppskárum sanngjarnan sigur 56 - 42.

Sama stemmingin var áfram í dómararmálunum mótsins, þar sem þrír úrvalsdeildar dómarar dæmdu alla leiki dagsins. Óneitanlega setur slík dómgæsla alla leiki á hærri stall sem er gaman fyrir ungu strákana.
Takk fyrir þetta KKDÍ.


Dómaratríó úrslitaleiksins um áframhaldandi keppni í b-riðlinum.


Hluti liðs ÍBV sem við lékum úrslitaleikinn gegn, ásamt þjálfara sínum.