Nær Keflavík að jafna metin? Kesha með 25 stig í leik
Keflavik mætir Haukastelpum í leik fjögur í úrslitaeinvíginu um Íslandsbikarinn og fer leikurinn fram í Keflavík. Stelpurnar voru 2-0 undir þegar kom að leiknum á þriðjudaginn en tókst með mikilli baráttu að verða fyrsta liðið í 1 1/2 til að landa sigri að Ásvöllum.
Leikur 1. að Ásvöllum 87-78. Ágætis leikur hjá stelpunum sem slökuðu aðeins of mikið á seinni hálfleik. Kesha með 33 stig og 10 fráköst. Birna 13 stig og María Ben 10 stig.
Leikur 2. í Keflavík. 101-115 Mjög góður fyrri hálfleikur en Ifeoma Okonkwo átti stórleik í fjórða leikhluta og skoraði að vild. Vörnin var döpur en stigahæstar voru María Ben 26 stig, Svava og Kesha 18 stig, Birna 13 og Kara 10 stig og 13 fráköst
Leikur 3. að Ásvöllum 78-81. Voru ekki að leika sinn besta leik en náðu að halda í við Haukastelpur í 35 mín. Síðustu 5. mín sýndu þær loksins hvað býr í þeim og náðu að vinna upp 14 stiga forustu Hauka. Þarna náði liðið að sína sitt rétta andlit því ekki vantar getu né hæfileika í þetta frábæra lið. Kesha 25 stig og 10 fráköst, Bryndís 14 stig, Birna 11 stig, Kara 10 stig og María 8 stig.
Topp 5 í leikjunum þremur:
Kesha 76 stig, 25,3 í leik. 10 fráköst í leik og 8 stoðsendingar ( fær reyndar bara fjórar í leikjunum í Hafnafirði ?? )
María 44 stig, 14,6 í leik 3 fráköst í leik
Birna 37 stig, 12,3 í leik
Bryndís 25 stig, 8,3 í leik 3,6 fráköst í leik
Kara 24 stig, 8 í leik, 9,3 fráköst í leik.
Svava 21 stig, 7 í leik.
![]() |
Kesha gefur allt sitt í hvern leik |
Dómarar á leiknum á laugardag verða þeir Sigmundur Már Herbertsson Eggert Þór Aðalsteinsson
Í borgarskotleiknum verður verður Alicante á Spáni í boði. Leikurinn fer þannig fram að fjórir áhorfendur eru valdir til þess að reyna með sér í leiknum. Stelpur og börn frá þriggja stiga línunni og karlmenn frá miðju. Iceland Express.is
Stuðningsmenn Keflavíkur fá afhenda boli með aðgöngumiðanum á leikinn í boði Iceland Express.
Sérstakir gestir á leiknum verða stelpur úr U-16 ára landsliðinu. Með liðinu æfa 4 stelpur úr Keflavík, þær Árný Sif Gestsdóttir, Sara Mjöll Magnúsdóttir
Telma Lind Ásgeirsdóttir og María Ben Jónsdóttir