Fréttir

Karfa: Karlar | 15. janúar 2009

Nær Keflavík fram hefndum gegn KR

Það verður sannkallaður risaslagur í Toyotahöllinni á föstudaginn þegar stjörnuprýtt lið KR kemur í heimsókn. Okkar menn hafa ekki ríðið feitum hesti frá viðureignum liðanna i vetur. Báðir leikirnir hafa farið fram á heimavelli KR-inga og tapaðist deildarleikurinn með 20. stigum og sá seinni, bikarleikurinn tapaðist með um 30. stigum.  Í þeim leik byrjaði lið Keflavíkur mjög vel og náði góðri forustu sem fór þó fljót þegar byrjunarliðsmenn komust í villuvandræði.

Engum leinist að KR teflir djarft í vetur og ætlar sér alla titla. Jón Arnór og Jakob eru mættir í slaginn og hafa leikið mjög vel en einnig eru þeir með öflugan kana, Jason Dourisseau. Hann var ásamt Jóni Arnóri stigahæsti leikamaður liðsins í bikarleiknum með 20.stig.

Keflavík hefur ákveðið að halda sig við fyrri áform þeas. að spila útlendingalaust út tímabilið.  Sú ákvörðun var tekin þegar gengið fór úr böndunum og launakostnaður liðsins hækkaði verulega.  Í staðinn hafa þeir fjölmörgu ungu og efnilegu leikmenn okkar fengið að spreyta sig og hafa staðið sig vonum framar.  Það er vissulega freystandi að bæta við erlendum leikmanni til að auka líkurnar á að verja titilinn okkar en um leið myndum við ýtta þeim leikmönnum aftar á bekkinn sem hafa fengið aukna ábyrgð í vetur. 

Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar og það sæti ætlum við okkur að verja.  Góðvinur okkar Nick Bradford ætlar að hjálpa Grindvíkingum en þeir ættu með því að eiga raunhæfa möguleika á að berjast við KR á toppnum.

Þetta tímabil verður því notað til að byggja upp lið okkar fyrir næstu tímabil og það mun koma okkur til góða. Það er vilji leikmanna, stjórnar og stuðningsmanna liðsins og ætlunin er að halda öllum leikmönnum liðsins áfram á næsta tímabili.

Við hvetjum stuðningsmenn okkar til að fjölmenna á leikinn á föstudaginn og sýna um leið stuðning við okkar stráka.  Það er ljóst að húsið verður fullt svo best er að mæta tímalega. Áfram Keflavík.

Þessir tveir munu geyma vinskapinn í 40. minútur á föstudaginn.