Nær Keflavík fram hefndum í kvöld?
Njarðvík mætir til leiks í Toyotahöllinni í kvöld þegar 20. umferð Iceland Express-deildar fer fram. Njarðvík vann fyrri viðureign liðanna með 2. stigum, 75-77 þar sem Sverrir Þór fór fremstur í flokki með 25.stig. Keflavík átti ekki góðan dag í þessum leik og hleyptu heimamönnum of langt frá sér í byrjun leiks.
Njarðvíkingar hafa bæt við sig 2. erlendum leikmönnum uppá síðkastið, þeim Heath Sitton og hinum 210 cm. Fuad Memcic. Okkar menn spila áfram án erlendra leikmanna og virðast stuðningsmenn okkar vera mjög sáttir við það.
Mikil spenna er í bæjarbúum fyrir leiknum og búist við fullu húsi. Allir leikmenn okkar eru heilir nema Þröstur sem verður frá fram að úrslitakeppni. Unglingaflokkur varð um helgina bikarmeistari og mikið mun mæða á þeim strákum í leiknum í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson sem gekk til liðs við Njarðvík fyrir leiktíðina spilar sinn fyrsta leik í grænu á gamla heimavelli sínum.
Það er full ástæða til að hvetja stuðningsmenn okkar til að mæta tímalega og að sjálfsögðu að öskra sig hása. Áfram Keflavík...