Næsti leikur Keflavíkur á sterkum heimavelli
Keflavík mætir Skallagrím í Iceland Express-deildinni á fimmtudag og fer leikurinn fram í Borgarnesi. Skallagrímur hefur unnið síðustu 6. leiki sína á heimavelli og aðeins sá fyrsti tapaðist en hann var á móti KR. Síðasti heimaleikur þeirra var á móti Njarðvík og unnu þeir þann leik auðveldlega eða með 18 stiga mun.
Það eru því margir sem halda því fram að Skallagrímur hafa komið liða mest á óvart í vetur, þeir eru í 6.sæti Iceland Express-deildarinnar með 14 stig og 6 stigum frá toppnum.
Úr leiknum í Keflavík
Keflavíkurliðið hefur ekki verið að spila með fullmótað lið í síðustu leikjum og ber þar hæst að AJ Moye var að klára 3.leikja bannið og staðan sem Zlatko skildi eftir sig var ómönnuð, eftir að honum var sagt upp samning fyrir áramót. AJ verður sem sagt með í leiknum og nýr leikmaður Vlad Boer sem kom til landsins á föstudag verður orðinn löglegur.
Vlad mæti á sína fyrstu alvöru æfingu með Keflavík á mánudagskvöldið og mun á næstu æfingum kynnast leikmönnum liðsins betur og leikkerfum. Honum lýst vel á bæinn og því fólki sem hann hefur kynnst, en að venjast kuldanum mun taka aðeins lengri tíma enda ný kominn úr sól og hita.