Næstu leikir
Næsti leikur hjá strákunum er á móti KR á sunnudaginn á heimavelli þeirra DHL höllinni. Leikurinn er í 15. umferð Iceland Express-deildarinnar og er mjög mikilvægur endar eru liðin jöfn með 20 stig í 2-4 deildarinnar. Keflavík á að vera með 22 stig að sjálfsögðu en Hamar/Selfoss er með þau sín megin eins og málin standa í dag. Síðasti leikur Keflavíkur og KR var hörku leikur sem engin var svikið af að hafa mætt á. Jonni mun ekki leika með liðinu í kvöld vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann síðustu vikur.
Stelpurnar fara í Hafnafjörð á mánudagsvöldið og spila við topp lið Hauka. Keflavík hefur verið á siglingu í síðustu leikjum eftir smá hikst en síðasti leikur þeirra á milli að Ásvöllum fór 66-48 fyrir Hauka. Þær spila svo við Grindavík á miðvikudag 1. feb.
Mynd frá síðasta leik Keflavíkur.