Nálægt 1000 krakkar á Samkaupsmóti
Hið árlega Samkaupsmót í körfuknattleik hófst í Reykjanesbæ í morgun og er talið að allt að 1000 iðkendur taki þátt í mótinu. Keppni fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík, Sláturhúsinu að Sunnubraut, íþróttasal Heiðarskóla og í íþróttasal Íþróttaakademíunnar. Samkaupsmótið er haldið á vegum unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur.
Krakkarnir sýndu glæsilegt tilþrif í morgun enda verður nóg um að vera hjá þeim í dag og á morgun. Fyrirhugaðar eru bíósýningar í dag, kvöldverður og svo hápunkturinn eða kvöldvakan.
Á morgun, sunnudag, heldur mótið áfram og lýkur því með pizzuveislu og verðlaunaafhendingu. Myndir og fleirra á vf.is
Mikið fjör á sunnubrautinni. VF-mynd/