Fréttir

Körfubolti | 31. janúar 2006

Naumt tap fyrir Haukum

Keflavík tapaði í gær fyrir Haukum í  1.deild kvenna Iceland-Express-deild, 89-84. Leikurinn ver mjög jafn og spennandi og mörg frábær tilþrif sáust í leiknum. Keflavík var yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-20 og í hálfleik 44-48. Í þriðja leikhluta beittu Haukastelpur pressuvörn og gekk okkur erfiðlega að ráða við hana. Haukar náðu forustu en í 4. leikhluta var spennan mikil og Keflavík ekki langt frá því að sigra leikinn.

Keflavík lék mjög vel í leiknum, þó en séu nokkrir hlutir sem þarf að laga og verða lagaðir. Með smá heppni í lokin hefði liðið hæglega geta unnið þennan mikilvæga leik.

Barkus átti frábæran leik fyrir Keflavík skoraði 28 stig, tók 10 fráköst og var með 7 stoðsendingar. Birna skoraði 14 stig, Svava 11 stig ( 3/4 í þriggja ) María Ben skoraði 10 stig og tók 8 fráköst, Kara var með 9 stig ( þarf að einn þrist langt fyrir utan undir lokin ) Ingibjörg 7 stig, Rannveig 4 stig og Bryndís 1 stig en hún lék aðeins í 6 mín. í leiknum

Haukar eru efstar með 26 stig, Grindavík er með 22 stig og Keflavík 18 stig.

Umfjölun á vf.is

 

Tölfræði leiksins.