Fréttir

Körfubolti | 14. mars 2007

Naumt tap fyrir Haukum í lokaumferð

Keflavík tapaði í kvöld fyrir Haukum með 2. stigum, 79-81 í lokaumferð Iceland Expressdeildar kvenna. Keflavík var með tveggja stiga forustu þegar 2. mín voru eftir, len eikurinn skipti engu um lokaniðuröðun liðanna.

Haukar leiddu 20-23 að loknum fyrsta leikhluta en staðan var jöfn 42-42 í hálfleik. Í síðari hálfleik var gríðarleg spenna og þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka var staðan 79-81 Haukum í vil og Keflavík tók leikhlé. Að leikhléi loknu fékk Keflavík innkast á miðjum leikvellinum og var skipun dagsins að freista þess að landa sigri með þriggja stiga skoti. TaKesha Watson fékk það hlutverk að taka lokaskot leiksins en það rétt geigaði og Haukar fögnuðu því sigri í þessum síðasta leik í deildarkeppninni.  vf.is

Stelpurnar byrja svo úrslitakeppnina gegn nágrönnum sínum frá Grindavík í næstu viku.

Stigahæstar: María Ben 21 stig og 9 fráköst, Kesha 18 stig og 7 fráköst, Bryndís 15 stig og 13 fráköst.

Lokastaða í deild.

    L U J T Mörk Stig
1. Haukar 20 19 0 1 1893:1272 38
2. Keflavík 20 14 0 6 1871:1427 28
3. Grindavík 20 14 0 6 1631:1466 28
4. ÍS 20 7 0 13 1311:1478 14
5. Hamar 20 3 0 17 1210:1702 6
6. Breiðablik 20 3 0 17 1241:1812 6

Haukar-ÍS
Keflavík-Grindavík

Breiðablik féll niður í 2. deild.