Naumt tap fyrir Haukum í lokaumferð
Keflavík tapaði í kvöld fyrir Haukum með 2. stigum, 79-81 í lokaumferð Iceland Expressdeildar kvenna. Keflavík var með tveggja stiga forustu þegar 2. mín voru eftir, len eikurinn skipti engu um lokaniðuröðun liðanna.
Haukar leiddu 20-23 að loknum fyrsta leikhluta en staðan var jöfn 42-42 í hálfleik. Í síðari hálfleik var gríðarleg spenna og þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka var staðan 79-81 Haukum í vil og Keflavík tók leikhlé. Að leikhléi loknu fékk Keflavík innkast á miðjum leikvellinum og var skipun dagsins að freista þess að landa sigri með þriggja stiga skoti.
Stelpurnar byrja svo úrslitakeppnina gegn nágrönnum sínum frá Grindavík í næstu viku.
Stigahæstar: María Ben 21 stig og 9 fráköst, Kesha 18 stig og 7 fráköst, Bryndís 15 stig og 13 fráköst.
Lokastaða í deild.
L | U | J | T | Mörk | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Haukar | 20 | 19 | 0 | 1 | 1893:1272 | 38 |
2. | Keflavík | 20 | 14 | 0 | 6 | 1871:1427 | 28 |
3. | Grindavík | 20 | 14 | 0 | 6 | 1631:1466 | 28 |
4. | ÍS | 20 | 7 | 0 | 13 | 1311:1478 | 14 |
5. | Hamar | 20 | 3 | 0 | 17 | 1210:1702 | 6 |
6. | Breiðablik | 20 | 3 | 0 | 17 | 1241:1812 | 6 |
Haukar-ÍS
Keflavík-Grindavík
Breiðablik féll niður í 2. deild.