Fréttir

Körfubolti | 4. apríl 2006

Naumt tap í kvöld hjá stelpunum

Keflavík tapaði rétt í þessu fyrir Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitum Iceland Express-deildar kvenna 77-79 eftir að hafa haft 11 stiga forustu í hálfleik 48-37. Leikurinn var mjög spennandi og góð skemmtun fyrir þá áhorfendur sem lögðu leið sína í Sláturhúsið í kvöld.

Keflavík var 6 stigum yfir þegar 7. mín. voru eftir að þriðja leikhluta 50-44 en Haukar náðu að komast yfir áður en leikhlutanum lauk. Haukar náður svo 8 stiga forustu þegar 6. mín. voru eftir af leiknum. Keflavík komst aftur inn í leikinn með góðum leik og náðu forustu gestanna niður í 1 stig 75-76 þegar 28 sek. voru eftir af leiknum. Haukastelpur höfðu svo betur á lokasprettinum og náðu þar með forustu í envíginu 2-0. Það verður því erfitt verkefni hjá stelpunum í næsta leik en vissulega eru þær að nálgast sigur því tæpara gat það varla verið í kvöld  Nú er málið að einbeita sér að einum leik í einu og komast aftur inn í einvígið. Allt er hægt í körfubolta. Áfram Keflavík.

La Barkus átti stórleik í kvöld skoraði 37 stig, var með 6 þrista og 8 fráköst. Bryndís og Birna komu næstar með 10 og 11 stig en aðrar skoruðu minna.

Tölfræði 

Vf.is