Fréttir

Nettó áram einn af stærstu styrktaraðilum
Körfubolti | 15. júlí 2021

Nettó áram einn af stærstu styrktaraðilum

Nettó áfram einn af stærstu styrktaraðilum Keflavíkur

Á dögunum endurnýjaði Körfuknattleiksdeild Keflavíkur styrktarsamning við Nettó. Nettó hefur svo sannarlega verið öflugur bakhjarl deildarinnar til margra ára og því er mikil ánægja hjá deildinni að Nettó haldi áfram að styrkja deildina. Nettó tekur samfélagslega ábyrgð mjög alvarlega og er í dag fyrirtæki sem er í mikilli sókn. Það erum við í körfunni einnig og því erum við fullviss um að samstarfið muni bera ávöxt báðum aðilum til góðs.

Að sjálfsögðu hvetjum við alla Keflvíkinga til þess að versla við Nettó því það skilar sér svo sannarlega til samfélagsins. Einnig mælum við eindregið með því að ná sér í nýja appið þeirra en með notkun á því getið þið sparað ykkur umtalsverðar fjárhæðir https://www.samkaup.is/app/

Á meðfylgjandi mynd eru Kristján Helgi Jóhannsson varaformaður KKDK og  Hallur Geir Heiðarsson rekstrarstjóri Nettó þegar undirritun fór fram.