Nettómótið 2016 verður það stærsta frá upphafi
Nettómótið 2016 sem hefst í dag, verður það stærsta frá upphafi og mesta áskorun sem barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hafa tekist á við til þessa.
Þrátt fyrir að félögin hafi tekið þá ákvörðun fyrir mótið 2015 að taka elsta árganginn út úr mótahaldinu, er aðsóknin samt slík að mótið er orðið stærra en 2014 mótið, sem var stærsta mót félagannna fram til dagsins í dag.
Sú breyting sem gerð var á mótafyrirkomulagi yngsu árganganna á síðasta ársþingi KKÍ, að nú skuli leikið 4 á móti 4 í stað 5 á móti 5 eins og gert hefur verið á Nettómótunum frá upphafi, gerir það m.a. að verkum að leikjum á Nettómótinu fjölgar um 30% í ár.
247 lið hafa skráð sig til leiks frá 25 félögum en voru 189 í fyrra.
Leiknir verða 575 leikir á mótinu í ár í stað 444 í fyrra.
Leikið verður á 15 leikvöllum í 6 íþróttahúsum í ár í stað 12 í fyrra. og 4 íþróttahúsum.
Félögin sem leika á Nettómótinu 2016 í ár eru:
Afturelding, Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Hamar, Haukar, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, KR, Laugdælir, Njarðvík, Reynir, Skallagrímur, Sindri, Snæfell, Stjarnan, Valur, Víðir, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.