Fréttir

Nettómótsleikir í Garðinum í fyrsta skipti.
Karfa: Yngri flokkar | 4. mars 2013

Nettómótsleikir í Garðinum í fyrsta skipti.

Nú  í fyrsta skipti fóru leikir í Nettómótinu fram í íþróttamiðstöðinni í Garðinum, en áður hafði aðeins verið leikið í Reykjanesbæ og i íþróttahúsinu á Ásbrú. Var þetta 22 árið sem mótið er haldið, en mótið hefur stækkað mikið undanfarin ár og fór fjöldi keppenda nú í fyrsta skipti yfir 1200 krakka.

Ekki er að heyra annað á iðkendum og aðstandendum en almenna ánægju með þetta nýja útspil mótshaldara sem eru ánægðir hvernig til tókst. Þykir aðstaðan í íþróttamiðstöð Garðs henta einkar vel í slíkt mótahald.

Vakti þetta nokkra athygli í Garðinum og má sjá grein um Nettómótið í Garðinum á heimasíðu Garðs.
http://svgardur.is

Unglingaráð körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur þakka starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar og Garðbúum kærlega fyrir aðstoðina við mótahaldið um helgina.