Fréttir

Körfubolti | 13. febrúar 2006

Nick Bradford til Keflavíkur

Nick Bradford fyrrum leikmaður okkar er á leið til Keflavíkur á föstudag. Nick er í fríi frá liði sínu Reims og ákvað að skella sér ''heim'' og verður Nick hér fram yfir helgi og kemur til með að fylgjast með bikarúrslitaleiknum sem fram fer á laugardaginn. Nick hefur verið að spila vel fyrir lið sitt í frönsku úrvalsdeildinni og var stighæstur í síðasta leik með 28 stig. Nick spilaði sem kunngt með Keflavík bæði 2003-2004 og kom svo aftur til liðsins þegar liðið var á tímabilið 2004-2005.

 

Nick í leik á móti ÍR í úrslitakeppninni í fyrra.