Fréttir

Körfubolti | 29. september 2005

Nick og Tony í Pro A í Frakklandi

Anthony Glover sem spilaði frábærlega með okkur á síðasta tímabili, spilar nú í Frönsku úrvalsdeildinni.  Liðið sem hann leikur með heitir því skemmtilega nafni Brest, og vann Pro B í fyrra og eru því nýliðar á meðal þeirra bestu. Við hjá heimasíðunni munum að sjáflsögðu fylgjast með Tony í vetur.  Hér_er_heimasíða_Brest.

Nick Bradford sem hefur átt tvö frábær tímabil með okkur gerði samning við Reims sem einnig spilar í Frönsku úrvalsdeildinni. Reims er lið sem stuðningsmenn okkar þekkja vel enda voru þeir andstæðingar okkar í Evrópukeppninni á síðasta tímabili. Keflavík vann báða leikina, hér heima 93-73 ( Gunni E með 28 stig )og svo frækinn sigur í Frakklandi 94-106. Í þeim leik skoraði Nick 29 stig og átti mjög góðan leik. ( Maggi skoraði 25 stig og setti 7 af 9 þristum!!) Það má því segja að þeira hafi heillast að Nick og ákveðið að tryggja sér hann fyrir komandi átök. Við munum að fylgast með Nick í vetur. Hér_er_heimasíða_Reims.