Fréttir

Karfa: Karlar | 17. mars 2009

Njarðvíkingar lagðir 2-0

Keflavik komst í kvöld í undanúrslit með því að leggja Njarðvíkíngar að velli öðru sinni á þrem dögum.  Okkar menn náðu fljótt tökum á leiknum og höfðu yfir í hálfleik 24-58 en lokastaðan var 92-104.

Mikil stemming var í Ljónagryfjunni í kvöld og stuðningsmenn beggja liða vel með á nótunum.  Trommusveitin var að sjálfsögðu mætt í slaginn og hafði smitað út frá sér því Njarðvíkingar voru mættir með trommur og þokulúðra.  Keflavík hafði unnið fyrsta leikinn sem fór fram í Toyotahöllinni og þurfti 1. sigur til að tryggja sig áfram í undanúrslit.  Heimamenn þurftu því nauðsynlega á sigri að halda til að knýja fram oddaleik.  Njarðvík hafði fyrir sigurinn á sunndaginn unnið Keflavík 2. sinni í vetur. 

Fyrstu 5. mínútur var jafnt með liðunum enn eftir það sigu okkar menn fram úr og tóku 5-16 rispu. Áfram hélt fjörið í öðrum leikhluta og strákarnir ekkert að gefa eftir. Mikil barátta einkenndi leikinn og Siggi var sterkur í teignum ásamt Jesse sem var komin með 21. stig þegar flautað var til leikhlés.

Það var nokkuð ljóst að heimamenn myndu mæta dýrvitlausir leiks eftir hlé. Það varð og raunin og með mikilli baráttu náðu þeir að saxa niður forskotið hægt og bítandi.  Þeir brugðu á það ráð að takka annsi þétt Jesse.  Hann fór því ítrekað á vítalínuna og var öruggið uppmálað þar eins og öllum sínu aðgerðum í leiknum. Alls tók hann 20. víti í leiknum og skilaði 18. niður, takk fyrir það. 

Fyrir lokaleikhlutann var staðan 60-73. Maggi setti niður nokkra magnaða þrista og náði að hleypa smá spennu í leikinn en tíminn var einfaldlega of naumur.  Í raun var sigurinn aldrei í hættu því aðgerðir Njarðvíkinga virkuðu einfaldlega of lítið of seint.

Frábær sigur í höfn á góðu liði Njarðvíkur og næsta verkefni verður ekki síður verðugt, því ekki er ljóst hvort við mætum KR eða Grindavík.  Ef við spilum eins og við gerðum í kvöld ásamt því að fá svona frábæran stuðning, er allt hægt.  Stuðningsmenn Keflavíkur eiga þakkir skilið og eiga sinn þátt í að leggja Njarðvík 2-0.

Stigahæstur í kvöld var "skiptineminn" Jesse Pelot-Rosa með 44.stig og 12. fráköst. Næstur honum kom Ísafjarðartröllið Siguður Gunnar Þorsteinsson með 20. stig og 15. fráköst. Gunnar Einarsson var með 15. stig. Hörður var með 12. stig, Sverrir Þór var með 8. stig, Jonni 5. stig og Elvar 1. stig.

 

Jesse var með 44. stig í kvöld  ( mynd karfan.is )