Njarðvíkingar tóku sigurinn í Lengjubikarnum í kvöld
Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti í kvöld þegar þeir mættu í Ljónagryfjuna, en leikið var í Lengjubikar karla. Svo fór að Njarðvíkingar unnu verðskuldaðan sigur 90-77.
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn milli liða, en Njarðvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan. Þeir tóku góða rispu í upphafi annars leikhluta, en þá náðu þeir 10 stiga forystu. Keflvíkingar komu þó til baka og söxuðu muninn niður í 5 stig þegar hálfleiksflautan gall.
Keflvíkingar komu ekki með mikla grimmd inn í seinni hálfleikinn og virtist einstaklings framtakið ætla að ráða ríkjum. Trekk í trekk klúðruðu þeir einföldum skotum undir körfunni, ásamt því að láta Njarðvíkinga hirða hvert sóknarfrákastið á fætur öðru. Stigamunurinn varð þó aldrei afgerandi í 3. leikhluta, en í 4. leikhluta gerðu Njarðvíkingar útslagið með sprækum leik. Lokatölur 90-77 eins og fyrr segir.
Nú er lítið annað í stöðunni en að taka góða naflaskoðun fyrir næsta leik, sem er gegn Þór Þorlákshöfn á fimmtudaginn næstkomandi. Leikurinn verður háður í Toyota Höllinni og hefst kl. 19:15. Hvetjum alla til að láta sjá sig!
Stigaskor kvöldsins:
Steven Gerard: 19 stig
Magnús Gunnarsson: 17 stig
Charles Parker: 16 stig
Jarryd Cole: 11 stig
Staðan í d-riðil karla