NM unglinga komið á fulla ferð
Norðurlandamót unglinga sem fram fer í Solna í Svíðþjóð hófst í gær þega U18 ára lið karla og kvenna léku sína fyrstu leiki. Stelpurnar áttu erfiðan dag en þær mættu sterku liði Finna sem sýndi enga miskun og vann stórt, 88-39. Strákarnir mættu liði Danmerkur og var þar um hörkuviðureign að ræða í leik sem var í járnum allan tímann. Þeir sýndu gríðarlegan karakter síðustu mínúturnar og kláruðu leikinn á meiri viljastyrk og baráttu þegar á reyndi, 69-60. Góð veisla þessi leikur en flestir þessir strákar urðu Norðurlandameistarar fyrir tveimur árum með U16, en töpuðu þá samt fyrir þessu sama danska liði.
Keflavíkingar eiga alls níu leikmenn á mótinu. Flestir eru þeir í U16 kvenna eða alls sex leikmenn sem er helmingur liðsins. Þetta eru þær Árný Sif Gestsdóttir, Árnína Lena Rúnarsdóttir, Eva Rós Guðmundsdóttir, María Ben Jónsdóttir, Sigrún Albertsdóttir og Telma Lind Ásgeirsdóttir. Andri Þór Skúlason og Andri Dananíelsson leika með U16 karla og Lóa Dís Másdóttir með U18 kvenna.
Auk þess koma tveir Keflvískir þjálfarar við sögu, en Margrét Sturlaugsdóttir þjálfar U18 kvenna og Jón Halldór Eðvaldsson starfar sem aðstoðarþjálfri KKÍ á mótinu. Einngi má geta þess að Anna María Sveinsdóttir er einn fararstjóranna hér og „General „ Erlingur Hannesson „Njarðvíkingur“ er yfirfararstjóri og fer alveg á kostum eins og oft áður. Á spennuþrungnu augnabliki á lokamínútum strákaleiksins var kappinn kominn á hnéin og farinn að þurkka svitastrokur úr gólfinu þar sem honum fannst fullmikið gauf á Svíunum.
Í dag verður stór og stremin dagskrá enda verður leikið frá morgni til kvölds. U16 liðin munu leika tvo leiki hvort og U18 einn. Dagskráin lítur annars svona út á íslenskum tíma, en við erum tveimur tímum á undan hér úti:
Kl. 08.30 – U16 kv. Ísland-Noregur
Kl. 10.30 - U16 ka. Ísland-Noregur
Kl. 12.30 - U18 ka. Ísland-Svíþjóð
Kl. 14.30 - U18 kv. Ísland-Svíþjóð
Kl. 16.30 – U16 kv. Ísland-Danmörk
Kl. 18.30 - U16 ka. Ísland-Finnland
Af hópnum er allt gott að frétta og allt hefur gengið snuðrulaust fyrir sig. Það á að vera hægt að fylgjast með lifandi tölfræði frá leikjunum á; http://smartstat.svenskidrott.se/netcasting/
Einnig er www.karfan.is eitthvað á vaktinni og fylgst verður vel með gangi mála á www.kki.is
.
Með kveðju frá Solna.
Jón Ben