Nokkrir eftirminnilegir erlendir leikmenn í gegnum tíðina.
- Jeff Wellhans. 205 cm . kaliforniu gosi sem fannst skemmtilegast að drippla í gegnum klofið og skjóta fyrir utan.Þótti mikið kvennagull og djammbolti sem að lokum komst í kast við lögin og þurfti að gista í fangelsi í 30 daga og nætur.Þar bráði af karlinum, og þegar vistinni lauk gat hann bjargað sér á Íslensku .
- Brad Miley 205 cm . Fyrrum samherji Larry Bird í háskóla. Hafði reyndar fengið minni skammt af hæfileikum en Larry en nóg þó til þess að spila sem atvinnumaður hér í Keflavík og hjá Valsmönnum. Frábær varnarmaður og frákastari sem eignaðist marga vini þegar hann lék hér enda mikill karakter
- Tim Higgins.197 cm .Griðarlega hæfileika ríkur leikmaður. Hafði nánast enga veikleika á vellinum og var nánast óstöðvandi . Utan vallar var karlinn nokkuð brúnaþungur og lítt gefin fyrir að kveðast á eða fara með gamanmál. Hvarf einn góðan veðurdag.( Spurning hvort að lopasokkarnir hans Björn Víkings hafi gert útslagið)
- Money Ostrom. 195 cm Fyrir utan fáránlegt nafn var karlinn í útliti einsog bakraddarsöngvari í Village People. Var reyndar lunkinn leikmaður sem spilaði góða vörn og gaf sig á fullu í verkefnið. Eftir leik kveikti hann sér í camel og reykti einsog gamall síðutogari.
- Terry Reid.205 cm. Ábyggilega draumur allra tengdamæðra. Einstaklega prúður og vel greiddur piltur. Ekki sá harðasti á vellinum en ljúfur sem lamb í umgengni og bar af sér góðan þokka í hvívetna.
- Sandy Anderson. 198 cm. Mikill háloftafugl sem barðist einsog ljón í öllum leikjum. Var gríðarlega góður frákastari en skotið hans var álíka vont og viðbrennt kaffi, Nánast algjör tilviljun ef það rataði ofaní körfuna. Sandy var einungis 22 ára þegar hann kom Íslands. Sandy þjálfaði hann einnig liðið sem verður að teljast vafasamasta þjálfararáðning í sögu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og gerði það að verkum að við urðum ekki íslandsmeistarar það árið.
- John Vergason. 211cm. Gerður var út leiðangur góðra manna um víðlendur Ameríku til að finna hávaxinn kana sem gæti lokað og læst teignum fyrir aðgangi andstæðinga. John Vergason varð fyrir valinu. Pilturinn hafði ágætis hreyfingar og skot en grimmdina og sigurviljann skorti algjörlega. Því varð dvöl hans stutt og lítt til frásagnar.
- Tyrone Thornton 205 cm. Góður íþróttamaður með mikla líkamlega hæfileika en afar takmarkaða andlega og enn minni vitsmunalega . Stoppaði stutt við en náði samt að skilja eftir einhvern svaðalegasta símareikning , sem prentaður hefur verið af ríkisbatteríinu Pósti og Síma sáluga. Tók það tvær konur fjóra daga að komast til botns í símamálum”On the phone with Tyrone” .
- Jonathan Bow 196 cm. Fjölhæfur leikmaður sem gat skotið fyrir utan og skorað í vítateignum. Spilaði ávallt vel þegar mikið var undir. Líkamlega sterkur með mikinn sprengikraft. Vann marga titla með liðinu og átti hreint magnaða úrslitakeppni gegn Haukum hér um árið,þegar hann flengdi John Rohdes á öllum sviðum körfuboltans. Tróð svo í trýnið á karlinum, rétt til að nudda smá salti i sárið. Tapaði eylítið áttum síðasta tímabil sitt hér. Þegar partýhaldið var farið að teygja sig fram í miðja vikuna fannst Hannesi Ragnarssyni ,þá formanni nóg komið. Bow er nú lögreglumaður í Las Vegas og fæst aðallega við Daltona og bjarnarbófa þessa heims.
Ray Foster 206 cm. Var um tíma í fóstri hjá Jóni Ben og þrátt fyrir stutta dvöl stimplaði karlinn sig rækilega inn í sögu félagsins ekki síst fyrir frábæran leik á móti Njarðvík þegar hann tryggði okkur bikarmeistara titil. Þar fyrir utan var sinnti hann fjölmörgum konum sem til hans leituðu víða að af landinu með hin ýmsu vandamál. Þess á milli kvartaði karlinn og kveinaði í fóstra sínum ef bið varð á heimsóknunum kvennanna. Endaði svo ferilinn í snjóskafli fyrir utan sjúkrahús Keflavíkur, eftir að hafa klöngrast í gegnum hliðarrúðu á Fiat Uno af ótta við að bíllinn myndi springa í loft upp eftir harkalegan árekstur. Fossie baby einsog Jón Ben kallaði hann var flagari af guðs náð og lét einskis
- Dwight Stewart. 206cm-143 kg..Ótrúlega flottur leikmaður og sérstaklega ljúfur náungi í alla staði. Gat nánast allt í körfubolta nema hoppað og hafði einstakt auga skemmtilegum samleik. Varð meistari í háskóla með liði sínu Arkansas. Er enn að spila körfubolta í dag . Hans uppáhalds lína” I am telling you man”
- Lenear Burns 200 cm. Mjög öflugur leikmaður sem gerði fína hluti þann tíma sem hann spilaði hér.Frægt er vinstra húkkið hans sem skilaði Ronday Robinson stálmanninum úr Njarðvík í parketið í ljónagryfjunni þræl vönkuðum í nettum æfingarleik sem endaði með ósköpum..
- Dana Dingle 198 cm. Kom úr hinu fræga liði Umass . því besta sem skólinn hefur átt.Prýðis alhliða leikmaður en alveg sérstaklega ósjálfbjarga utan vallar og þurfti m.a. ítrekað að hringja út hjálp til að panta sér pítsu. Algjörlega gerilsneiddur af húmor, samt vænsta skinn .Átti magnað safn af kínverskum karatemyndum. Er að þjálfa í menntaskóla í dag.
- Damon Johnson 192 cm. Goðsögn í Íslenskum körfubolta. Hefði orðið bæjarstóri hefði hann boðið sig fram hér, jafnvel fyrir kvennalistann slíkur var máttur kappans þegar ljós hans skein hvað skærast. Vann allt sem hægt var að vinna í Íslenskum körfubolta. Damon var skemmtilegur karakter sem átti auðvelt með að ná til fólks sökum dugnaðar síns og krafts inná vellinum. Damon vinnur með vandræða unglingum og starfrækir auk þess körfuboltabúðir.
- Maurice Spillers 195 cm. Mikill og góður alhliða íþróttamaður. Frábær frákastari sem spilaði af miklum krafti alla leiki. Gat sér gott orð í Bandaríkjunum í einn á einn keppnum sem Nike sá um. Mo hefur spilað víða erlendis og í USA.
- Jason Smith. 196 cm. Hörku leikmaður sem lenti í slæmum ökklameiðslum þegar hann var kominn á mikið flug. Skapmaður mikill og lét hnefanna tala nokkrum sinnum.Fannar Ólafsson fékk að kenna á banvænu “combói “ karlsins þegar honum misbauð vafasamir varnartilburðir Fannars á æfingu. Tvö létt með vinstri og eitt þungt með hægri sendu sveitarpiltinn úr biskupstungum harkalega í græna gólfdúkinn á Sunnubrautinni. Jason er að spila körfubolta í Rúmeníu þessa stundina.
- Derrick Allen 202 cm. Bestu kaup sem gerða hafa verið í Íslenskum körfuknattleik fyrr og síðar. Kom hingað fyrir hálf skúringarkonu laun en með vinnusemi og elju bætti hann sig jafnt og þétt sem leikmaður og er nú einn af betri leikmönnum í efstu deild í Þýskalandi. Algjör öðlingur innan vallar sem utan og fullyrði ég að vandaðri einstaklingur af erlendu bergi brotnu hefur ekki spilað körfubolta fyrir Keflavík.
- Nick Bradford 200 cm. Mikill karakter og leiðtogi sem spilaði körfubolta með hjartanu. Skemmtilegur náungi og liðsmaður. Gat spilað svo til allar stöður á vellinum og dreif liðsfélaga sína áfram. Nick laðaði það besta fram úr liðsfélögum sínu. Slíkt sést ekki á tölfræðinni ,ekki einu sinni hjá Óskari “stattkóngi”.
- Edmund Saunders. 204 cm Sennilega einn hæfileikaríkasti körfuboltamaður sem spilað hefur á Íslandi.Varð háskólameistari með Uconn háskólanum. Einstaklega fjölhæfur leikmaður sem gat skorað allsstaðar á vellinum. Sterkur varnarmaður og frákastari og spilaði best undir pressu í leikjum þar sem allt var undir. Utan vallar var Ed hinsvegar ákaflega brothættur og skapsveiflur hans í takt við veðurfarið hér á landi. Örsjaldan logn á þeim bænum.
- Anthony Glover 194 cm. Nautsterkur leikmaður sem var erfitt að eiga við í teignum. Tröll að burðum og græni Celtics jakkinn hans hefði auðveldlega dugað til að klæða meðal fjölskyldu úr Breiðholtinu. Ljúfur sem lamb utan vallar og hvers manns hugljúfi þó menn hefðu sumir sett spurningarmerki við landafræði kunnáttu kappans. “just ask my passport” var svar hans þegar hann var spurður hvort hann hefði komið til Frakklands. Anthony spilar í efstu deild í Argentínu.
- Ajene Maleke Moye 188 cm. Ótrúlegur leikmaður sem spilaði ávallt á fullu gasi og gaf sig allan í leikinn af líkama og sál. Mjög einbeittur í öllu sem snéri að körfubolta og lét ekkert trufla sig, til að ná sem lengst í sportinu. Gat dekkað allt frá dvergunum sjö uppí Frikka Stefáns og hreinlega slökkti á mönnum þegar hann dekkaði þá einsog Jeb Ivey fékk að kynnast nokkrum sinnum. Blokkið á Brenton Birmingham er líka kyrfilega grópað í langtímaminni flestra Keflvíkinga sem sáu það hér um árið.AJ. hefur spilað í Þýskalandi og spilar núna í Finnlandi.
- Jimmy Miggins 195 cm eða Minkurinn einsog við kölluðum hann. Var mjög frambærilegur körfubolta maður en hafði tamið sér vonda siði einsog að drekka bjór og brennivín í morgunmat og helst öll önnur mál eftir það. Stöku hamborgari hvarf reyndar ofaní hann. Karlinn átti ófá gullmola og gistingin í Herðubreið/Skjaldbreið reyndist honum um megn. Þegar menn vildu fá hann útá lífið eitt föstudagskvöldið vegna “happy hour “sem auglýstur var á ákveðnum bar hér í bænum sat karlinn hnípinn á rúmi sínu og hváði með trega og döprum augum” It sure aint no happy hour here”
- BA Walker 185 cm. Lipur og skemmtilegur leikmaður sem gat skotið og keyrt upp að körfu. Skemmtilega barnalegur í útliti og hafði afar lágstemmda rödd og talaði helst ekki nema þögnin væri alveg að æra hann.
- Tommy Johnson 192 .Sérlega hittinn á góðum degi þó að skotstílinn væri frekar undarlegur. Átti marga flotta leiki í bland við afleita.
- Zlatko Gocevski 206 cm Makedóníu maður. Náði sér aldrei á flug blessaður þrátt fyrir töluverða hæfileika. Saknaði heimahaganna og jarmaði yfir öllu hér á landi. Meira að segja pítsurnar á Íslandi voru efnisminni og bragðverri en í Makedóníu.
Samantekt- Tommi Tomm