Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 6. október 2007

Nokkur sætir laus í stuðningsmannaklúbbnum. Mótið hefst á föstudag.

Nú styttist í fyrstu leiki hjá meistaraflokkunum i Iceland Express deildinni og viljum við minna ykkur á að nokkur sæti er laus í stuðningsmannaklúbbnum.  Flestir meðliðmir klúbbsins eru búnir að vera mjög lengi í klúbbnum og því eru ekki mörg sæti laus en þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Birgir Már Bragasson

Strákarnir hefja leik föstudaginn 12. okt. kl. 19.15 þegar nágrannar okkar úr Grindavík mæta í heimsókn. Það verður hörku leikur eins og vanalega þegar þessi lið mætast enda Grindvíkingar með sterkan hóp í ár. Þeirra sterkustu menn er Adam Darboe, Jonathan Griffin, Páll Axel, Páll Kristinnsson. Þorleifur Ólafsson og svo nýliðarnir Igor Beljanski og Hjörtur Harðarsson.

Stelpurnar hefja leik gegn Fjölni úr Grafarvogi en leikurinn fer fram daginn eftir karlaleikinn eða laugardaginn 13. okt. kl. 16.00. Leikurinn fer fram í Keflavík en stelpurnar hafa verið sterkar á undirbúningstímabilinun og urðu Powerademeistarar um daginn.

Leikmannahópur Fjölnis;

Aðalheiður Óladóttir
Birna Eiríksdóttir
Brynja Björk Arnardóttir
Edda Lína Camilla Gunnarsdóttir
Efemía Sigurbjörnsdóttir
Erla Sif Kristinsdóttir
Erna María Sveinsdóttir
Eva María Emilsdóttir
Gréta María Grétarsdóttir
Hrafnhildur Margrét Jóhannesdóttir
Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir

Svona verður húsið í leiknum gegn Grindavík á föstudag :)