Norðurlandamót unglinga komið á fulla ferð
Í kvöld hófst Norðurlandamót unglinga í Solna í Svíþjóð og er þetta sjötta árið í röð sem mótið fer fram á þessum stað og með þessu fyrirkomulagi en liðin flugu út í morgun.
Keflvíkingar eiga sex landsliðsmenn að þessu sinni og sendum við þeim baráttukveður fyrir komandi leiki.
Þessir framtíðarleikmenn félagsins eru;
18 ára lið karla
Guðmundur Auðunn Gunnarsson
Sigfús Jóhann Árnason
18 ára lið kvenna
Lóa Dís Másdóttir
16 ára lið karla
Andri Þór Skúlason
16 ára lið kvenna
María Ben Jónsdóttir
Telma Lind Ásgeirsdóttir
Það voru 18. ára liðin sem hófu leik í kvöld kl. 19.00 og þurftu bæði lið að játa sig sigruð. Kvennaliðið tapaði fyrir Dönum 46-67 eftir að hafa leitt í hálfleik og karlaliðið lá fyrir Finnum 69-82. Hægt var að sjá karlaleikinn í beinni á www.karfan.is og verður að gefa þeim snillingum hrós fyrir framtakið. Á morgun ætla þeir að sýna beint frá báðum leikjum 18. ára liðanna og e.v.t. fleiri leikjum ef hægt er. Auk þess munu þeir birta bæði myndir og fréttir.
Á mótinu í fyrra var hægt að fylgjast með gangi mála í leikjunum í beinni á netinu á heimasíðu sænska körfuboltasambandsins þar sem var send út bein textalýsing og tölfræði leikjanna með Fibaeurope forritinu. Það bólaði þó ekkert á neinu slíku í kvöld og spurning hvort Svíarnir séu eitthvað að slappast í umgjörðinni. Kannski einhver tæknileg vandamál sem verður búið að ráða bug á fyrir morgundaginn.
Á heimasíðu KKÍ, www.kki.is má finna glæsilegar kynningar á liðunum og dagskrá mótsins. Þar mun Óskar Ófeigur Jónsson einnig dæla inn tölfræði og fréttum jafnt og þétt.
Dagskrá liðanna er eftirfarandi:
18 ára lið karla (Íslenskur tími)
Miðvikudagur 30. apríl 19:00 Ísland-Finnland 69-84 (22-35)
Fimmtudagur 1. maí 14:30 Ísland-Svíþjóð
Föstudagur 2. maí 9:00 Ísland-Danmörk
Laugardagur 3. maí 13:00 Ísland-Noregur
18 ára lið kvenna (Íslenskur tími)
Miðvikudagur 30. apríl 19:00 Ísland-Danmörk 46-67 (34-31)
Fimmtudagur 1. maí 12:30 Ísland-Svíþjóð
Föstudagur 2. maí 7:00 Ísland-Noregur
Laugardagur 3. maí 11:00 Ísland-Finnland
16 ára lið karla (Íslenskur tími)
Fimmtudagur 1. maí 8:30 Ísland-Noregur
Fimmtudagur 1. maí 16:30 Ísland-Danmörk
Föstudagur 2. maí 13:00 Ísland-Svíþjóð
Laugardagur 3. maí 17:00 Ísland-Finnland
16 ára lið kvenna (Íslenskur tími)
Fimmtudagur 1. maí 10:30 Ísland-Finnland
Fimmtudagur 1. maí 18:30 Ísland-Noregur
Föstudagur 2. maí 11:00 Ísland-Svíþjóð
Laugardagur 3. maí 11:00 Ísland-Danmörk
Á sunnudeginum, 4. maí, er síðan leikið um sæti