Fréttir

Körfubolti | 7. apríl 2006

Nú er að duga eða drepast hjá stelpunum í kvöld

Þriðji úrslitaleikur Keflavíkur og Hauka fer fram í kvöld að Ásvöllum í Hafnafirði. Haukastelpur hafa unnið 2. fyrstu leikina og eru því í góðri stöðu fyrir leik kvöldsins og geta tryggt sér titilinn. Síðasti leikur var svakalega spennandi en Haukar tryggðu sér sigur með körfu á lokasekundum leiksins.  Keflavík þarf að vinna leikinn í kvöld og komast aftur inn í einvígið og þá getur allt gerst.  Áfram Keflavík.

Leikurinn hefst kl. 19:15 að Ásvöllum í Hafnarfirði