Fréttir

Körfubolti | 24. janúar 2007

Nú er komið að okkur..

Núna á sunnudaginn eigum við Keflvíkingar ansi stóran leik í vændum, erfiður útileikur í undanúrslitum Bikarkeppninnar gegn baráttuglöðu liði Hamars/Selfoss og í Hveragerði.  Hamarsmönnum hefur gengið mjög vel á sínum heimavelli og hafa ekki mörg lið ná þar stigum á undanförnum misserum og eru þeir með góða og dygga stuðningsmenn sem styðja vel liðið sitt.   Þetta körfuboltaár hefur verið svona upp og ofan hjá okkar mönnum, við erum ekki beint í því sæti í deildinni sem við kunnum við okkur betur í og teljum okkur eiga klárlega að vera í, eða toppsætinu, en því má hins vegar ekki gleyma að við erum eina liðið sem hefur unnið titil á þessu tímabili..!  Unnum Njarðvíkinga þar í góðum leik í baráttunni um Powerade fyrirtækjabikarinn fyrr á þessu tímabili.

 

Það er nú bara þannig með blessuðu Bikarkeppnina að það er allt lagt undir í hverjum einasta leik og tap þýðir bara einfaldlega það þú skalt bara gjöra svo vel að pakka saman og koma þér heim, þinni þáttöku í þessari keppni er lokið.        En við Keflvíkingar höfum nú sem betur fer ekki þurft að gera það oft undanfarin ár að lúta í lægra haldi þegar kemur að stóru leikjunum og þekkjum það ansi vel að taka heim titila, og fagna þeim vel og rækilega..!

Leikurinn á sunnudaginn verður erfiður, það vitum við,, en það er margt sem við getum gert til þess að hjálpa strákunum að landa sigri í Hveragerði.   Og það fyrsta er einfaldlega það að mæta á staðinn.  Því næst tökum við okkur til og teygjum aðeins á liðum og vöðvum líkamans, og liðkum til raddböndin og brökum aðeins í hnúunum..  Svo hefst leikurinn og alvaran, og þá er komið að okkur stuðningsmenn góðir  að láta til okkar taka í stúkunni!   Kalla, öskra, klappa, stappa og hvetja strákana áfram og alla leið, og vera gríðarlega aktív í stúkunni allan leikinn,, því það þýðir ekkert minna.   Við væntum þess að strákarnir okkar gefi hjarta sitt og sál í þennan leik,, nú ekki bara þennan leik  heldur alla leiki sem liðið fer í,, og við ættum að gera slíkt hið sama og gefa okkur öll í þetta í stúkunni. 

 

Það vill stundum bæði hjá leikmönnum og stuðningsmönnum fara alltof mikið púður í það að rífast við dómarana og agnúast útaf öllum villum og ekki villum, og oft vill stuðningurinn og einbeitningin gleymast í hita leiksins.  Við kæru Keflvíkingar, skulum EKKI láta það gerast, það er ekki til neins og við ættum öll að vera löngu búin að læra það.

Tökum orð hins mæta manns Guðjón Skúlasonar okkur til fyrirmyndar og eftirbreytni;  "Við þurfum að fá stuðning frá okkar áhorfendum, ekki eyða púðrinu í dómarana, eyðið því í okkur"    'Eg tók mér þó bessaleyfi að umorða þetta að minninu til.. :)

 

Bottomline; Fjölmennum, já FJÖLMENNUM í Hveragerði á sunnudaginn og allir að hjálpa til við að redda fólki í bíla. Það þarf enginn að væla undan farleysi, það er alltaf eitthvað laust far í öllum bílum. Leikurinn hefst 19:15, þannig að leggið tímanlega af stað.   Trommusveitin sú eina og sanna mun þarna mæta í essinu sínu með Drummerinn góða mættann aftur til leiks og við stuðningsmennirnir ásamt leikmönnunum munum vinna að því saman að leggja lið Hamars/Selfoss að velli á sunnudaginn og tryggja okkur sæti í 'Urslitaleiknum sjálfum þar sem við getum, ætlum og SKULUM rita nafn okkar enn einu sinni á þennan glæsilega bikar sem um er keppt...!

 

ÁFRAM KEFLAVÍK!