Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 8. október 2011

Nú fer veislan að hefjast

Körfuknattleiksvertíðin er nú við það að fara á fulla ferð og KKÍ hefur nánast lagt lokahönd á alla mótaskipulagningu framundan, en það er ekki létt verk þar sem um gríðarlegan leikjafjölda er að ræða.

  • Iceland Express deild kvenna hefst n.k. miðvikudag, 12 okt. með útileik hjá Keflavíkurstúlkum gegn Fjölni. Leikjadagskrá meistaraflokks kvenna í vetur má sjá hér
  • Iceland Express deild karla hefst n.k. fimmtudag, 13. okt, með útileik okkar manna gegn Grindavík. Leikjadagskrá meistaraflokks karla í vetur má sjá hér
  • Unglingaflokkur karla hefur leik n.k. mánudag, 10. okt, með útileik gegn KR. Leikjadagskrá unglingaflokks karla í vetur má sjá hér
  • Unglingaflokkur kvenna hefur leik mánudaginn 17. okt  með útileik gegn Snæfell. Leikjadagskrá unglingaflokks kvenna í vetur má sjá hér
  • Drengjaflokkur hefur þegar leikið einn leik og á næsta leik á útivelli gegn liði Ármanns n.k. miðvikudag, 12. okt. Leikjadagskrá drengjaflokks í vetur má sjá hér
  • Fjölliðamót yngri flokka hefjast helgina 15.-16. október þegar 8. flokkur stúlkna og drengja, 11. flokkur drengja og Stúlknaflokkur hefja leik.
  • Leikjadagskrá ALLRA flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í OKTÓBER mánuði má nálgast hér í réttri tímaröð.
  • Ekki gleyma ÁRGANGAMÓTINU í körfu sem fer fram í Toyota höllinni laugardaginn 15. okóber. Enn er hægt að skrá sig á t.tomasson@simnet.is eða í síma 899 0525.

Alla leikjadagskrá deildarinnar má síðan nálgast á heimasíðunni undir hlekknum "Mótaplan allir flokkar" 

Árskort uppi

Menn og konur sem vilja kaupa árskort á alla heimaleiki meistarflokks karla og kvenna í Iceland Express deildinni (25 leikir alls) geta haft samband við leikmenn Keflavíkur eða Sævars (869 1926) -  Kortin eru send heim að dyrum. Verðið er aðeins 5000 kr.- til 13. október, en eftir það munu kortin kosta 7000 kr.-

Árskort á stuðningsmannabekkina niðri

Þeir sem vilja skipa sér í allra fremstu víglínu stuðningsmanna deildarinnar og tryggja sér fast sæti á stuðningsmannabekkjunum niðri með veitingum í hálfleik og fleiri fríðindum er bent á að hafa samband við Birgi Bragason (618 5155) eða Hermann Helgason (660 1713).  Áskrift í stuðningsmannaklúbbinn kostar 3.100 kr. á mánuði og er dýrmætur stuðningur við deildina í erfiðu árferði.  ATH. að stuðningsmannakort niðri gildir á ALLA heimaleiki Keflavíkur keppnistímabilið 2011-2012

Tökum nú þátt í veislunni framundan og hvetjum Keflavík til dáða sem aldrei fyrr