Ný stjórn KKDK kosin á aukaaðalfundi í gær
Aukaaðalfundur körfuknattleiksdeildar Keflavík var haldinn fimmtudaginn 1. júni í félagsheimili Keflavíkur, K-húsinu. Meðal fundarefna var að kjósa í stjórn deildarinnar en breytingar voru ekki miklar þetta árið. Tveir formenn voru kosnir en slíkt heyri til nýbreitni að við teljum.
Særun Guðjónsdóttir ákvað að taka sér frí frá stjórnarstörfum og vill stjórnin koma á framfæri þakklæti til hennar fyrir það góða starf sem hún hefur unnið fyrir deildina. Ný inn í stjórnina kemur svo Erla Hafsteinsdóttir. Hrannar Hólm og Birgir Már Bragasson koma aftur inn í stjórnina en þeir hafa báðir starfað mikið fyrir deildina í gegnum árin.
Það er okkar mat að þessi stjórn sé mjög öflug og í henni býr mjög mikil reynsla. Af nægum verkefnum verður að taka í vetur eins og á síðasta tímabili. Td. lék mfl. karla 45 leiki á síðasta tímabili og eru þar ekki meðtaldir undirbúnings og æfingaleikir. Mfl kvenna lék um 30 leiki á tímabilinu og því mfl. flokkarnir 75 leiki alls.
Stjórn KKDK árið 2006
Formenn:
Hrannar Hólm
Þórir Smári Birgisson
Varaformenn:
Birgir Már Bragason
Hermann Helgason
Gjaldkeri:
Kristján E. Guðlaugsson
Meðstjórnendur:
Brynjar Hólm
Einar Skaftasson
Erla Hafsteinsdóttir
Grétar Ólafsson
Guðsveinn Ólafur Gestsson
Gunnar Jóhannsson
Varamenn:
Jón Ben Einasson
Þorgrímur St. Árnasson
Á vegum deildarinnar eru starfandi ráð og nefndir, en skipan í ráð og nefndir verður formlega afgreitt á fyrsta stjórnarfundi:
- Unglingaráð
- Kvennaráð
- Fjáröflunarráð
- Leikjanefnd
- Evrópunefnd
- Skemmtinefnd