Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar tekur við
Ný stjórn mynduð – Magnús Sverrir nýr formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
Fjölmennur auka aðalfundur körfuknattleiksdeildar Keflavíkur fór fram í Blue Höllinni í gær. Talsverðar breytingar urðu á stjórn en þar ber hæst að nefna að Magnús Sverrir Þorsteinsson eigandi Blue Car Rental var kjörinn ný formaður. Hann tekur því við keflinu af Ólafi Örvari Ólafssyni sem stígur frá eftir þriggja ára formannssetu og fimm ára stjórnarsetu. Að auki komu inn í aðalstjórn deildarinnar þeir Guðmundur Steinarsson, Ingvi Þór Hákonarson og Jón Þorsteins Jóhannsson. Gunnlaug Olsen situr svo áfram með þeim félögum í aðalstjórn. Aðilar sem stíga úr stjórn eru Kristján Helgi Jóhannsson, Davíð Örn Óskarsson og Sigurður Markús Grétarsson.
Einnig voru nýjir aðilar kosnir inn í varastjórn deildarinnar til eins árs en það eru þeir Ari Elíasson, Sigfús Aðalsteinsson, Magnús Guðmundsson, Brynjar Guðlaugsson, Garðar Örn Arnarsson og Sævar Sævarsson. Aðilar sem voru í stjórn og buðu sig fram til áframhaldandi eins árs setu í varastjórn eru þeir Einar Hannesson, Einar Birgir Bjarkarsson, Hjörtur Ingi Hjartarsson og Ragnar Már Ragnarsson.
Það er því óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan hjá Keflavík en ný stjórn er þegar farin kafa ofan í hin ýmsu mál félagsins eins og leikmannamál karla- og kvennaliðsins.