Nýr landsliðsþjálfari
Sigurður Ingimundarson var í dag ráðinn landsliðsþjálfari karla til næstu tveggja ára. Sigurður er ekki alveg ókunnugur landsliðsþjálfun því hann var þjálfari kvennalandsliðsins á árunum 1995 til 1997. Náði hann góðum árangri með það lið, sem vann 9 leiki en tapaði 5.
Sigurður er einn af sigursælustu þjálfurum landsins og unnið fjöldann allan af titlum bæði með karla og kvennalið Keflavíkur og því vel til þess fallinn að þjálfa landsliðið.
Óskum við Sigurði góðs gengis í nýju starfi.