Fréttir

Körfubolti | 5. janúar 2006

Nýr leikmaður til Íslandsmeistara Keflavíkur

Nýr leikmaður er á leið til Keflavíkur og var samningur við hann undirritaður í dag. Vlad Boer heitir leikmaðurinn og er Ástralskur Rúmeni. Vlad er 201 sm. og 101kg. og hefur leikið sem þristur og fjarki. Hann var með 23 og 13 fráköst á síðasta tímabili með liði sínu. Það hefur staðið til í nokkur tíma að Vlad gangi til liðs við Keflavík og var sem sagt endalega frágengið í dag. Hann verður löglegur 15. janúar og spilar væntanlega með á móti Skallgrím 19 jan.

Í viðtali við Sigurð Ingimundarson um leikmanninn sagði hann að þetta væri sennilega besti Ástralski Rúmeni sem hingað hefði komið. Svo mörg voru þau orð:)

Hér_er_hægt_að_skoða_umsögn_og_video_um_leikmanninn.

 

Picture