Fréttir

Karfa: Karlar | 27. október 2010

Nýr leikmaður til Keflvíkinga

Keflvíkingum hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í Iceland Express deildinni. Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Lazar Trifunovic og kemur frá Serbíu. Kappinn er fæddur árið 1987 og er 207cm á hæð. Hann kláraði síðasta tímabil í Radford Highlanders háskólanum í USA, en þar skoraði hann 13 stig og tók 8 fráköst að meðaltali í leik. Þar áður hafði hann spilað með Binghamton Bearcats. Kappinn hefur verið duglegur í ræktinni í sumar og er í góðu líkamlegu formi. Vonir standa til að Letter of Clearance verði komið frá Serbíu fyrir leikinn gegn KR á föstudaginn. En hlutirnir eru ekki sagðir ganga fljótt fyrir sig í stjórnsýslu körfuboltans í Serbíu því miður.

Þá mun Valentino Maxwell spila með Keflvíkingum á föstudag, en kappinn hefur verið að glíma við hnémeiðsli undanfarna leiki. Nú er allt að smella saman og vonandi verður hann í góðu formi í leiknum. 

Hvetjum alla stuðningsmenn til að láta sjá sig á leiknum gegn KR á föstudaginn og öskra Keflvíkinga til sigurs.

 


Lazar Trifunovic