Fréttir

Okeke spenntur fyrir komandi tímum
Karfa: Karlar | 23. maí 2022

Okeke spenntur fyrir komandi tímum

Líkt og kom fram í fréttum í apríl mun miðherjinn David Albright Okeke leika áfram með karlaliði Keflavíkur í körfubolta á næsta tímabili. Okeke meiddist illa á hásin fyrir áramót og spilaði þar að leiðandi ekkert með liðinu eftir áramót. Í þeim níu leikjum sem Okeke spilaði skoraði hann um 20 stig og tók 11 fráköst að meðaltali í leik. Það er ljóst að um gríðarlega mikilvægt púsl er að ræða enda var Okeke einn besti leikmaður deildarinnar áður en hann meiddist og Keflvíkingar í toppsæti deildarinnar. 

 

Nýkjörin stjórn körfuknattleiksdeildarinnar settist niður með Okeke á dögunum þar sem nýr samningur var staðfestur af beggja hálfu ásamt því að næstu vikur og mánuðir voru ræddir. Okeke heldur af landi brott á næstu dögum og mun halda áfram endurhæfingu í heimalandi sínu Ítalíu áður en hann kemur svo aftur til Íslands í júlí/ágúst til að klára endurhæfinguna og gera sig um leið kláran fyrir næsta tímabil.

 

Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður KKDK, bindur miklar vonir við það að Okeke verði klár fyrir fyrsta leik enda sé hann mikilvægt púsl. “David sýndi það og sannaði í þessum leikjum sem hann spilaði að hann er frábær leikmaður. Það var stígandi í leik hans og Keflavíkur þegar hann meiðist. Við erum þar að leiðandi spenntir að sjá hann aftur á vellinum í Keflavíkurbúning. Hann mun vonandi hjálpa okkur að gera komandi tímabil eins skemmtilegt og mögulegt er, bæði innan og utan vallar.”

 

Okeke sjálfur getur var beðið eftir að komast aftur á gólfið en að hans sögn gengur meðferðin á meiðslum hans vel og ætti hann að vera klár fyrir komandi tímabil. “Rehab been good and not easy while alternating pool, gym, basketball, running and physio. That part is finally coming to an end and I can’t wait to be back stronger for next season that will be a new beginning for our club and organization.”

 

Okeke vildi að lokum koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa staðið með honum í gegnum þessa erfiðu tíma. “I’d like to thank my girlfriend for the support during this period and also my team mates, the staff, coach Hjalti, the people who work at the pool and at the gym and my family and of course the community in Keflavík that took me with open arms from the first day”