Fréttir

Ólafur Örvar fékk silfurmerki KKÍ
Körfubolti | 27. mars 2023

Ólafur Örvar fékk silfurmerki KKÍ

Um síðustu helgi var Körfuknattleiksþing KKÍ haldið og þar var 18 einstaklingum veitt heiðursviðurkenningar fyrir óeigingjarnt starf til körfuboltans.  Við Keflvíkingar áttum þar góðan fulltrúa.

Okkar eini sanni Ólafur Örvar hlaut þar silfurmerki KKÍ.  Við óskum Óla Örvari innilega til hamingju með viðurkenninguna.  Við vitum hvað okkar kæru sjálfboðaliðar leggja af hendi til að láta hlutina ganga.

Áfram Keflavík

 

Myndasafn