Öll Keflavíkurliðin leika til úrslita í dag
Keflvíkingar áttu þrjú lið í undanúrslitum yngri flokka þessa seinni úrslitahelgi Íslandsmótsins og skemmst er frá því að segja að öll eru þau komin í úrslit eftir frábæra sigra.
Stúlknaflokkur komst í úrslitaleik í kvöld með frábærum sigri sem landað var á lokamínútunni gegn Haukum 44-40. Það var gríðarleg varnarbarátta sem einkenndi leik liðanna í kvöld og hnífjafnt var á flestum tölum allt til enda. Þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 40-36 Haukum í vil, en með frábærum endaspretti náðu okkar stelpur að snúa leiknum sér í vil og landa sigri 44-40. Þær leika því til úrslita á morgun gegn sterku liði Snæfells sem vann öruggan sigur á UMFN í kvöld 68-40. Stigahæstar í liði Keflavíkur í kvöld voru Eva Rós G. með tvöfalda tvennu, 12 stig og 13 fráköst. María Ben var með tvöfalda þrennu, 10 stig, 10 fráköst og 11 varin skot.
9. flokkur kvenna komst með afgerandi hætti í úrslit þegar þær gersigruðu lið Hauka 65-25. Stigahæstar voru þær Eva Rós G. með tvöfalda tvennu, 19 stig og 17 fráköst, Anita Viðarsd. með 13 stig, Andrea Ólafs. 10 stig (11 fráköst), Lovísa Falsd. og Ingunn Embla 10 stig hvor. Þær leika til úrlita gegn liði UMFG sem vann UMFN 47-35.
Eins og áður hefur verið getið á heimasíðunni komst Unglingaflokkur karla í úrslit á föstudagskvöld eftir sigur á Fjölni á lokamínútu þess leiks. Þeir mæti Fsu piltum sem unnu afgerandi sigur á Haukum 112-71.
Stór sunnudagur framundan hjá Keflvíkingum og möguleiki á 3 Íslandsmeistaratitlum. Allir áhugasamir Keflvíkingar eru hvattir til að taka góðan körfuboltarúnt í DHL-höll höfuðborgarinnar og eiga þar góðan dag á þessum síðasta degi Íslandsmóts KKÍ.
Dagskrá morgundagsins má sjá hér: