Fréttir

Körfubolti | 23. janúar 2006

Omari hlýtur að fá minnst 3. leikja bann að mati Rúv

Mikið hefur verið um kærur á þessu tímabili og sérstaklega núna upp á síðkastið. Njarðvíkingar kæru AJ fyrir olbogaskot eftir leik liðanna 30. des. Lagðar voru til myndir sem ljósmyndari vf.is náði af atvikinu og AJ fékk þriggja leikja bann. Þetta fannst mörgum strangur dómur hjá KKÍ og setti vissulega línurnar fyrir restina af tímabilinu. Það gerist nefnilega í körfubolta að leikmenn reka olnboga í hvorn annan. Hvort það er viljandi ( sem ekki er gott ) eða óviljandi er svo alltaf matsatriði. Vissulega hjálpar mikið til þegar myndir náðs að atvikinu eins og í AJ tilfelli. 

Í leik Keflavíkur og KR rak Omari Westley olbogan í andlitið Halldóri og þar var boltinn ekki nálægt. Dómarar leiksins sáu atvikið, Omari var vikið úr húsi og  Rúv náði atvikinu á myndband og var það sýnt í Íþróttafréttum nú í kvöld.  Atvikið leit mjög illa út fyrir Omari og í fréttinni kemur fram að þetta hljóti að vera að MINNSTA þriggja leikja bann. Astæðan: AJ fékk 3. leikja bann fyrir sitt olbogaskot.

Ekki ætlum við að leggja mat á það.

Málið verður tekið fyrir næstu daga hjá KKÍ.