Fréttir

Karfa: Karlar | 27. ágúst 2011

On-Point sigraði í æfingaleiknum

Keflvíkingar riðu ekki feitum hesti þegar On-Point liðið mætti í heimsókn á dögunum. Segja má að leikurinn hafi verið meira og minna einstefna allan tímann, en þó komu kaflar inn á milli þar sem Keflvíkingar reyndu að sýna sitt rétta andlit.

Óhætt er að segja að Keflvíkingar séu ekki alveg komnir á réttu brautina í spilamennsku og grimmd, en þeir hafa þó nokkrar vikur til að bæta það upp áður en tímabilið hefst.

Lokatölur voru 74-101 fyrir On-Point liðinu, en því miður liggur nánari tölfræði ekki fyrir.

Leikmönnum On-Point liðsins var svo boðið í pizzaveislu eftir leik og náðu menn vel saman. Þeir voru spenntir fyrir næstu leikjum og vonuðu að þetta myndi skila þeim einhverjum samningum.

 


Arnar Freyr er að koma sterkur inn af erfiðum meiðslum (mynd: vf.is)