Fréttir

Karfa: Karlar | 26. febrúar 2010

Öruggur Keflavíkursigur

Tindastólsmenn komu í fýluferð til Keflavíkur í dag þegar þeir töpuðu í Toyota Höllinni, en lokatölur leiksins voru 106-79 fyrir Keflavík. Keflvíkingar komust yfir í leiknum eftir um eina og hálfa mínútu og héldu þeirri forystu til leiksloka. Leikurinn var í raun einstefna og var Keflavík ávallt með yfirhöndina, en um 10-20 stig skildu liðin af út leikinn. Með sigrinum tókst Keflvíkingum að festa sig í annað sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði KR.

Hjá Keflavík var Hörður Axel Vilhjálmsson með flottan leik, en hann skoraði 29 stig. Skotnýting hans var mjög góð, en hann var með 83% í 2ja (5/6), 57% í 3ja (4/7) og 100% í vítum (7/7). Að sama skapi var Draelon Burns með fínan leik, en hann skoraði 21 stig, þar af 5 þrista í 10 skotum. Allir leikmenn Keflavíkur skoruðu stig í leiknum. Hjá Tindastól var Cedric Isom með 30 stig og Donatas Visockis var með 20.