Fréttir

Karfa: Karlar | 24. janúar 2010

Öruggur sigur á Fjölnismönnum

Keflavíkurdrengir sigruðu Fjölnismenn með öruggum hætti í kvöld, en lokatölur voru 84-103 fyrir Keflavík. Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur, en þegar 4 mínútur voru liðnar af leiknum tóku Keflvíkingar forystu og héldu henni út leikinn. Mestur var munurinn milli liðanna 25 stig. Hjá Keflavík var Gunnar Einarsson með 25 stig, en á eftir honum voru Draelon Burns, Hörður Axel Vilhjálmsson og Þröstur Leó Jóhannsson, allir með 17 stig. Hjá Fjölnismönnum var Christopher Smith með 27 stig og Tómas Tómasson með 19.

Með sigrinum tókst Keflvíkingum að smella sér við hlið Njarðvíkinga og KR-inga í toppsætið. Þó eiga bæði þessi lið leik til góða, en þeirra leikir fara fram á morgun.