Öruggur sigur á Stjörnunni. Kennslustund í körfubolta?
Keflavik sigraði í Stjörnuna í 7. umferð Iceland Express-deild karla, 80-101 en staðan í hálfeik var 42-58. Skemmtileg fyrirsögn í fréttablaðinu í morgun þar sem stóð ´´kennslustund í körfubolta.´´ en í blaðinu er góð grein um leikinn.
Keflavík var ekki vandræðum með Stjörnuna í gær en þeir höfðu komið á óvart í vetur með góðri spilamennsku. Sigur þeirra á Njarðvík í Ljónagryfunni og að halda í bæði KR og Grindavík allt fram á lokamínutur var nokkuð sem fáir bjuggust við fyrir mót. Nokkuð ljóst var hvert stefndi strax í byrjun því Keflavík náði góðri forustu í fyrsta leikhluta og skoruðu alls 32 stig í leikhlutanum. Mikill kraftur var B.A í byrjun leiks og skoraði hann alls 20. stig í fyrsta leikhlutanum og þar af 4. þriggja stiga körfur en alls voru skoraðar 16. slikar í leiknum
Stjarnan komst betur inní leikinn í öðrum leikhluta en forusta okkar var þó aldrei í hættu. Tommy og Jonni áttu góða spretti en B.A var hvíldur í upphafi leikhlutans og forskotið 12 stig í hálfleik.
Í þriðja leikhluta hægðist talsvert á leiknum og mikil barátta í gangi. Í byrjun fjórða leikhluta gerði hraðlestinn út um leikinn og allir leikmenn liðsins tóku þátt í leiknum.
Spilað var í nýjum búningum í leiknum sem þykja mjög glæsilegir eins og sjá má á mynd að neðan. Þess má geta að Jóhann Waage oftast kallaður Skallinn vann með Keflavík og Henson að hönnun búninganna og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Sigurinn kannski auðveldari en margir bjuggust við þeas allir nema Keflavíkingar. Stigahæstur var B.A sem átti enn einn stórleikinn 28. stig, 6 fráköst og 5. stoðsendingar. Tommy átti einnig mjög góðan leik, 20. stig og 5. fráköst. Jonni skoraði 11. stig og var með 9. fráköst og Gunni var með 10. stig og 2/3 í þriggja. Anthony Susjnara var með 9 stig og Maggi 8. stig.
Einar Einarsson aðstoðaþjálfari stjórnaði leiknum í fjarveru Siggi sem er að kanna aðstæður hjá Boston Celtics.
Keflavík er sem fyrr ósigrað bæði í karla og kvennaflokki og strákarnir hafa skorað yfir 100. stig að meðaltali í leik.
Næsti leikur er á sunnudaginn, kl. 19.15 í Sláturhúsinu þegar Hamar frá Hveragerði mætir í heimsókn.
B.A maður leiksins. ( VF-mynd: Stefán Þór Borgþórsson )