Öruggur sigur á Tindastól. Siggi með 28. stig og 10. fráköst
Keflavík sigraði í kvöld Tindastól i 10. umferð Iceland Express deildar, 93-75. Gunnar Einarsson lék ekki með í kvöld vegna meiðsla.
Liðin skiptust á að hafa forustu í 1. leikhluta en Keflavík var með 1. stigs forustu að honum loknum, 18-17. Leikurinn helst áfram jafn í öðrum leikhluta en þristar var Jóni Gauta og Sigga gerðu það að verkum að forusta okkar manna var 44-39 þegar flautað var til hlés.
Þegar um 2. mín. voru liðnar af 3. leihluta fór Keflavíkurhraðlestin af stað. Siggi sem var besti maður vallarins í fyrrihálfleik setti þá sitt 17.stig og Hörður sem var ekki kominn á blað í leiknum tróð með tilþrifum. Þeir tveir áttu eftir að láta mikið að sér kveða í leikhlutanum og forusta Keflavíkur jókst jaft og þétt. Okkar menn unnu leikhlutann 25-14 en á tímabili var munurinn 25. stig.
Gestirnir komu svo með 2. þrista i byrjun 4. leikhluta og náðu forustunni niður í 11. stig. Lengra komust þeir þó ekki og Keflavík sigraði að lokum með 18. stiga mun, 93-75
Besti leikmaður kvöldsins var án efa Sigurður Gunnar Þorsteinsson sem var alls með 28. stig og 10. fráköst. Siggi var ekki sáttur leik sinn gegn Njarðvík og bætti svo sannalega fyrir það í kvöld. Gunni Stef. hefur verið að spila vel í vetur og er að komast í sitt gamla form. Kappinn var með 11. stig rétt eins og Hörður sem átti góðan seinnihálfleik. Keflavík á mikið af ungum og efnilegum leikmönnum og Almar Guðbrandsson er einn þeirra. Almar nýtti vel þær mínutur sem Siggi gaf honum í kvöld og setti þessi hávaxni miðherji niður 9. stig og tók 5. fráköst. Sverrir var einnig með 9.stig og var með 5. stoðsendingar. Jonni var með 7. stig, Jón Gauti og Villi 6. stig. Elvar skoraði 4.stig og Eldur 2.stig.
Næsti leikur liðsins er á fimmtud. gegn Hetti í bikarkeppni KKÍ og fer leikurinn fram í Keflavík.
Maður leiksins.