Fréttir

Karfa: Karlar | 20. október 2011

Öruggur sigur á Valsmönnum

Keflvíkingar héldu í ferðalag í kvöld sem endaði í Vodafone Höllinni, en þar mættur þeir Valsmönnum í 3. umferð Iceland Express deild karla. Sigurinn var öruggur þegar lokaflautan gall og lokatölur 80-110.

Karfan.is var á staðnum og gerði leiknum góð skil:

Val tókst ekki að veita feiknarsterku liði Keflavíkur næga samkeppni í leik liðanna í kvöld.  Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn framan af en þegar Steven Gerard D’augustino datt í gang breyttist leikurinn gífurlega.  Steven setti niður hvern þristinn á fætur öðrum og var á tímabili í öðrum leikhluta búinn að skora jafn mörg stig og Valsliðið eins og það leggur sig eða 27 stig.  

Stigahæstur í liði Keflavíkur var því Steven Gerard D’augustino með 34 stig og 4 stoðsendingar en næstir voru Charles Parker með 22 stig og 8 fráköst og Magnús Gunnarsson með 18 stig.   Hjá Val var Darnell Hugee stigahæstur með 26 stig og 10 fráköst en næstir voru Austin Bracey með 19 stig og Igor Tratnik með 13 stig.  

Leikurinn byrjaði nokkuð jafn og heimamenn byrjuðu leikinn betur ef eitthvað er.  Þeir voru yfir 11-6 eftir rúmlega 4 mínútur. Keflavík komst svo yfir þegar leikhlutinn var hálfnaður 11-12.  Liðin skiptust á að leiða leikinn næstu mínútur en Sigurður Ingimundarson tók leikhlé fyrir Keflavík þegar tæplega 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum, 18-20.  Keflavík skoraði hins vegar 8 stig gegn 2 næstu stigum Vals og Ágúst Björgvinsson tók leikhlé fyrir Valsmenn, 20-28.  Keflavík pressaði heimamenn á lokamínútunni sem sló þá alveg út af laginu.  Keflavík skoraði 4 stig á lokamínútunn og höfðu því 12 stiga forskot þegar flautað var til loka leikhlutans, 20-32.  Steven D’agustino hafði skorað 16 af stigum keflavíkur eða helming stiga þeirra.  

Munurinn var kominn upp í 15 stig þegar tvær mínútur vou liðnar af öðrum leikhluta, 22-37.  Keflavík sótti hratt á Valsmenn sem höfðu fá svör.  Ágúst Björgvinsson tók leikhlé þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum en þá hafði D’augustino skorað jafn mörg stig og allt Valsliðið eða 27 stig, 27-45. Keflvíkingar bættu hægt og rólega í og höfðu í og um 20 stiga forskot.  Þegar ein og hálf mínúta var eftir lentu Darnell Hugee og Kristinn Ólafsson í samstuði og fór Darnell Hugee haltrandi af velli, 37-56.  Þegar flatuað var til hálfleiks munaði 21 stigi á liðunum, 39-60.  

Eins og fyrr var Steven D’augustino stigahæstur í liði Keflavíkur í háflleik með 29 stig en næstir voru Charles Parker með 14 stig og Magnús Gunnarsson með 10 stig.  Hjá Valsmönnum var Darnell Hugee stigahæstur með 14 stig en næstir voru Igor Tratnik með 10 stig og Austin Bracey með 9 stig.  

Það gekk ekkert hjá Valsmönnum að minnka muninn og þegar fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta munaði enn 20 stigum, 49-69.  Keflavík átti þó meira inni og á næstu mínútum bættu þeir í.  Valsmenn skoruðu ekki stig á næstu 2 mínútum gegn 7 stigum gestana.  Pressa gestana var of mikið fyrir Valsmenn sem hentu boltanum oft frá sér við lítinn fögnuð Ágústs Björgvinssonar.  Undir lok þriðja leikhluta voru ungir leikmenn Keflavíkur komnir inná og fengu að spreyta sig.  Þegar flautað var til loka leikhlutans munaði 23 stigum á liðunum, 60-83.  

Arnar Jónsson fékk sína fimmtu villu þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta.  Forskot Keflavíkur var þá 25 stig, 65-90.    Það virtist engu muna hver steig inná parketið fyrir Keflavík því aldrei minnkaði forskotið.  Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var forskotið aftur komið upp í 27 stig, 70-97.  Seinni hluta fjórða leikhluta spilðu minni spámenn hjá báðum liðum og breyttist leikurinn nokkuð við það.  Það breytti því þó ekki að sigur Keflavíkur var aldrei í hættu.  Sigurinn varð á endanum með 30 stigum, 80-110.

 

Með sigrinum skaust Keflavík í 4. sæti deildarinnar, en þó eru 6 lið sem eiga leik til góða.

Staðan í deildinni 20. október er þessi: