Fréttir

Karfa: Karlar | 1. nóvember 2011

Öruggur sigur á Valsmönnum

Keflvíkingar fengu Valsmenn í heimsókn í gærkvöldi, en leikið var í Lengjubikar karla. Valsmenn hafa því miður ekki náð sér á strik í byrjun tímabils og tapað öllum sínum leikjum, en á því var engin breyting í gær þegar Keflavík fór með sigur af hólmi, en lokatölur leiks voru 72-54.

Það var lítið bit í Valsmönnum í gær og á móti kom að Keflvíkingar áttu ekki sterkan leik sjálfir. Keflvíkingar komust yfir í upphafi leiks og gáfu Valsmönnum í raun aldrei færi á að komast inn í leikinn. Þeir bættu hægt og rólega í forystuna og í hálfleik var staðan 42-26, en þá var flestum ljóst í hvað stefndi. Seinni hálfleikurinn var á sömu nótunum og Keflvíkingar fóru að slaka meira á. Sem dæmi skoruðu þeir einungis 11 stig í síðasta leikhlutanum, en Drengjaflokkurinn fékk að spreyta sig líka á síðustu mínútum leiksins.

Charles Parker gerði 21 stig og tók 8 fráköst . Jarryd Cole var með 19 stig og 8 fráköst. Steven Gerard var með 13 stoðsendingar og 1 stig. Magnús Gunnarsson var með 14 stig.

Keflavík er með fullt hús stiga í sínum riðli og næsti leikur er í Ljónagryfjunni gegn Njarðvík, en leikurinn fer fram þann 7. nóvember næstkomandi. Búist er að sjálfsögðu við hörkuleik þegar El Classico fer fram og þá skiptir í raun aldrei máli hvernig liðin eru búin á mannskap. Það er alltaf tekið vel á því þegar grannarnir hittast.

 

Staðan í D-riðil: