Fréttir

Körfubolti | 5. nóvember 2006

Öruggur sigur í síðasta leik fyrir Evrópukeppni

Keflavík sigraði ÍR í kvöld 95-72 í leik liðanna sem fram fór í Sláturhúsinu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-19 og í háfleik 46-39.

Heimamenn byrjuðu leikinn af nokkrum krafti og fór Arnar Freyr fyrir sínum mönnum.  Staðan þegar um 2. mín. voru liðnar af leiknum var 8-0 og var Arnar með 6 af þeim stigum. ÍR-ingar jöfnuðu þó leikinn í 8-8 og komust í raun einu yfir í eina skipti í leiknum 8-9. Það sem eftir lifði að 1. leikhluta skiptust liðin á að skora og forusta Keflavíkinga þetta 2-4 stig.

Annar leikhluti var á svipuðum nótum en Keflavík náði þó 10 stiga forustu rétt fyrir hlé en Eiríkur Önundarsson skoraði 3 stiga körfum rétt fyrir leikhlé og Keflavík með 7 stiga forustu í hlé.

Ír-ingar mætu ákveðnir inn í seinni hálfleikinn og náði að minnka muninn niður í 3 stig 48-45.  Þegar þarna var komið við sögu skildu leiðir og Keflavíkurliðið hrökk í gang fyrir alvöru.  ÍR-ingar skoruðu ekki stig í 4.mín. og það sem eftir lifði leikhlutans breittu Keflavíkingar stöðunni úr 48-45 í 75-54 stig og kláru í raun leikinn. Tim Ellis átti frábæran kafla á þessu tíma og skoraði 12 stig. Einnig komu Þröstur og Siggi Þ. sprækir af bekknum. Þröstur stal svo senunni í öðrum heimaleiknum í vetur með glæsilegri troðslu sem skoða má hér.

Þriðji leikhluti var í raun formsatriði því  ÍR-ingar voru búnir að gefast upp á þessum tíma og eftirleikurinn því auðveldur hjá Keflavík. Forustan hélt áfram að aukast og Arnar Freyr fór létt með að spóla sig í gegnum leka vörn gestanna. 

23 stiga auðveldur sigur varð því raunin eftir kvöldið og liðið að finna rétta gírinn fyrir komandi átök sem eru mikil í þessum mánuði.  Liðið heldur út til Tékklands á þriðjudagsmorguninn og þar býður verðugt vekefni. Mlekarna Kunin er mjög sterkt lið og ljóst að allir leikmenn liðsins verða að eiga sinn besta leik.

Tim Ellis sýndi hvað hann getur í kvöld og var mjög öruggur allan leikinn. Tim skoraði 31 stig, tók 11 fráköst, stal 2 boltum og varði 2 skot.  Thomas átti fínan fyrri hálfleik en lenti í villuvandræðum í þeim seinni og endaði með 13 stig og 5 fráköst. Arnar Freyr var mjög sprækur og  virtist geta vaðið í gegum vörn gestana þegar honum langaði. Arnar var með 12 stig, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Ungu strákarnir áttu báðir fínan leik og eru að vaxa með hverjum leik. Siggi Þ. var með 8 stig og 7 fráköst og Þröstur 7 stig.  Gunni var með 7 stig og Elli 5 stig. Maggi hafði hægt um sig og var eini leikmaður liðsins sem ekki komst á blað.  Magga eigum við því inni:)

 

 

 

Tölfræði pdf