Fréttir

Karfa: Karlar | 6. mars 2009

Öruggur sigur í Síkinu

Keflavík sigraði Tindastól í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld, 63-91 og eru með 26. stig í 4. sæti Iceland Express-deildar. Leikurinn var mjög mikilvægur fyrir okkar menn því baráttan um fjórða sætið er í algleymingi við nágranna okkar úr Njarðvík. Fyrir loka umferðina er því 2. stiga munur á liðunum en við eigum eftir heimaleik gegn Skallagrím á meðan Njarðvík mætir Snæfell á útilvelli. Liðin munu mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem byrjar von bráðar og 4. sætið gefur heimaleikjaréttinn.

Keflavík byrjaði leikinn vel og komst 0-7 og unnu leikhlutann 13-27. Jonni var sprækur í byrjun leiks og gekk heimamönnum lítið að ráða við hann. Staðan í hálfleik var 25-44. Hörður fór svo hamförum í þriðja leikhluta og raðaði niður stigum. Alls setti hann niður 15.stig en Tindastóll skoraði 14. stig samtals í leikhlutanum.

Stigahæstir í kvöld voru Hörður Axel með 30.stig, Gunni E. og Jonni með 13.stig, Siggi með 10.stig, Gunni Stef. með 8. stig,  Elli Margeirs. með 6. stig, Sverrir og Almar með 4. stig og Elvar 3.stig.

Loka umferðin fer fram á sunnudaginn.

Keflavík-Skallagrímur
Snæfell-Njarðvík
ÍR-Grindavík
KR-Þór
Breiðablik-Tindastóll
FSU-Stjarnan.

Tölfræði leiksins.