Öruggur sigur í Sony búningunum
Keflavík sigraði Hött í 16 umferð Iceland Express-deildarinnar með 40 stiga mun og skoruðu 119 stig gegn 79. Þetta var fyrsta heimsókn nýliðanna til Keflavíkur og frítt var á leikinn í boð Landsbankans aðal styrktaraðila Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Hannaðir voru upp á nýtt búningar sem spilað var í fyrst fyrir 24 árum síðan, gulir og bláir, stundum kallaðir Sony-búningarnir. Margir tengja þessa búninga vð Jón KR enda margar myndir til að þeim sigursæla þjálfara og leikmanni okkar í búning númer 14.
Lítið var um varnir í fyrri hálfleik og Hattarmenn virtust vera vel stemmdir í byrjun leiks. Sérstaklega var Milojica Zekovic heitur og skoraði flest stig liðsins og hafði ekki mikið fyrir því. Vörn Keflavíkur var ekki með upp á marga fiska og kannski voru leikmenn að venjast búningunum. AJ var þó vel með á nótunum og átti svakalega troðslu sem gladdi áhorfendur, Elli átti líka fína innkomu af bekknum og Maggi sterkur að vanda. Keflavík fór með 7 stiga forustu í leikhlé sem mörgum þótti ekki mikið miðað við auðveldan sigur liðsins á Egilstöðum í fyrri umferð. Staðan í hálfleik var 59-52
Í seinni hálfleik var allt annað lið sem mætti til leiks og í raun bara eitt lið á vellinum. Strákarnir fóru að spila sinn leik og tóku hann í sínar hendur og stálu boltanum hvað eftir annað úr höndum gestanna. Fljótlega var munurinn orðinn 30 stig og breiddin í liðinu fékk að njóta sín vel. Gaman var að sjá til Þrastar og Jón Gauta sem spiluðu mikið í seinni hálfleik og sýndu fín tilþrif. Jón Gauti stjórnaði leik liðsins síðustu mínuturnar og gerði það með sóma. Guðjón Skúlason setti niður þrjá þrista á stuttum tíma og sýndi áhorfendur að hann hefur engu gleymt.
Stigahæstur var AJ með 27 stig á 24 mín. Maggi var með 18 stig, Elli 13 stig, Sverrir 12, Dóri og Gauji 9 stig, Gunni Stef. 8 stig, Jón Gauti og Gunni 6 stig, Arnar 5 stig, Þröstur 4 stig og Vlad 2 stig.
Mjög gaman var að sjá að fjölmargir áhorfendur komu á leikinn í boði Lansbankans og sýndu stuðning við liðið og kunnum við Landsbankanum bestu þakkir fyrir. Strákarnir tóku sig vel út í nýju/gömlu búningunum sem Henson endurhannaði og heppnaðist 80´ uppátækið fullkomnlega með tónlist frá DJ Skaftasyni í leikhléum.
Þakkir til Landsbankans fyrir að bjóða Keflavíkingum frítt á leikinn, Henson fyrir búningana og Þorgils frá vf.is fyrir að mynda uppátækið.
Strákarnir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara Víkurfrétta og koma myndir inn á vf.is á morgun