Ósigur í döprum leik. Meira um leikinn
Keflavík tapaði í kvöld fyrir KR í annari umferð Iceland Express-deildinni. Keflavík komst í 10-0 og leikurinn var jafn framan af. KR skoruðu 13 stig í röð í byrjun 2. leikhluta og Keflavíkingar komust aldrei fullkomnlega i í takk við leikinn eftir það.
Í upphafi virturst Keflavíkingar klárir í verkefni kvöldsins og áhorfendur gerðu sig klára fyrir spennuleik eins ávalt þegar þessi lið mætast. Í liðið vantaði þó tvo af stóru leikmönnum liðsins þá Thomas Soltau og Jón Norðdal Hafsteinsson og munar svo sannarlega um minna. Í byrjunarliðinu var því hinn ungi Sigurður Gunnar Þorsteinsson og þurfti að taka vel á því á móti miðherjum KR-inga, þeim Fannari og Jeremiah Sola. Enda áttu gestirnir eftir að nýta sér það vel, þó Siggi reyndi sitt besta til að halda í við þá. Arnar sá um að sanka að sér villum fyrir liðið og var með 3 stk. flótlega í leiknum og með hann á bekknum missti liðið niður dampinn. Á þessu slæma kafla fyrir hlé var mikill hraði í leiknum, nokkuð sem Keflavíkurliðið hefur stjórnað og viljað síðustu ár. Í kvöld réði liðið ekki við hraðann og töpuðu leikmenn boltanum oft klaufalega frá sér.
Með góðri baráttu tókst Keflvíkingum að minnka muninn í 9 stig, 62-71 eftir hlé, en þá stungu KR-ingar aftur af og juku muninn fljótlega aftur upp í 20 stig, 67-87, og björninn unninn. Síðustu mínúturnar og fengu ungu strákarnir að spreyta sig og raun allt strákar sem spila með unglingaflokk ásamt Halldóri Halldósryni. Hvolparnir náðu að minnka munninn í 11 stig fyrir leikslok, 80-91.
Í stuttu máli slæmur dagur hjá góðu liði, eins og alltaf getur gerst. Vörnin var alls ekki að virka og liðið ekki að berjast sem einn.
Af einstaklingum þá var Jermain að gera allt rétt og með góða tölur í leiknum, 22 stig og 13 fráköst. Hann var með mjög góða nýtingu en hefði matt reyna meira og sækja meira inn í teig. Maggi kom næstur í stigaskori, var með 23 stig og hitti úr 3/8 úr þriggja. 8 tapaðir boltar er þó allt of mikið og eitthvað sem hægt er að laga. Sverrir barðist vel og kannski sá eini sem skilaði varnarvinnu sinni vel. Var þó full ákafur í sókninni á timabili.
Vesturbæingar ætla sér að vera í toppbaráttunni í vetur og er miklu til tjaldað. Í liðinu eru 3. erlendir leikmenn sem skoruðu alls 47 stig og sáu að mestu um stigaskorðið ásamt Pálma Sigurgeirsyni. Liðið er með góða breydd og full ástæða til að taka liðið alvarlega.
Það sem gladdi þó áhorfendur er þegar ungir og efnilegir leikmenn koma inn í liðið. Í kvöld skoruðu þeir Axel Margeirsson og Magni Ómarsson sín fyrstu stig fyrir meistaraflokk Keflavík. Í raun stóð það uppúr í leiknum í kvöld.
Tölfræði í pdf í hálfleik.