Fréttir

Karfa: Konur | 28. nóvember 2009

Ósigur Keflavíkur-kvenna í Grindavík

Keflavíkur-stúlkur þurftu að lúta í lægra haldi í Grindavík í dag, en lokatölur urðu 67-63 fyrir Grindavík. Leikurinn var jafn og spennandi alla leikhlutana, en þegar rúmlega 2 mínútur lifðu eftir af leiknum var staðan jöfn, 61-61. Grindavíkur-stúlkur tóku framúr á lokasprettinum og nokkrir tapaðir boltar í lokin hjá Keflavíkur-stúlkum gerði útslagið.

Hjá Keflavík var Kristi Smith stigahæst með 23 stig, en á eftir henni kom Bryndís Guðmundsdóttir með 11 stig. Hjá Grindavík fór Jovana Lilja Stefánsdóttir mikinn og skoraði 27 stig, en á eftir henni kom Michele DeVault með 15 stig.