Ótrúleg endurkoma dugði ekki gegn KR
Keflvíkingar töpuðu gegn KR í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins. KR-ingarnir áttu leikinn nær allan tímann og það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins að Keflvíkingar komu með frábæra endurkomu og settu gríðarlega spennu í leikinn. Það dugði þó því miður ekki til og KR-ingar hömpuðu sigrinum, en lokatölur leiksins voru 88-92. Staðan í hálfleik var 36-50.
Í grófum dráttum var vörn Keflvíkinga jafn brothætt og Mr. Burns á köflum, 3ja stiga skotnýting léleg (3/22) en baráttuandinn reis þegar þeir þurftu á honum að halda.
Siggi Þorsteins var með 25 stig og 10 fráköst. Gunni Einars, gamli seigur, var með 19 stig og Valentino Maxwell 18. Hjá KR var Brynjar Þór Björnsson með 21 stig og Pavel var með þrennu, 15 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar.
Þar með eru strákarnir dottnir út, en stelpurnar spila í úrslitum gegn KR á sunnudaginn.
Áfram Keflavík!