Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 11. janúar 2007

Ótrúlegur endir á ágætum leik

Í kvöld léku Keflavíkurdrengir í 11.flokki ( Fæddir '90 og eru á 1 ári í fjölbraut ) við KR hér á heimavelli okkar. KR hefur verið ósigrandi í þessum árgangi síðustu árin og koma það berlega í ljós í leiknu í kvöld hversvegna.

Leikurinn fór rólega af stað og liðin skiptust á að skora og staðan eftir fyrstu lotu var 19-22 KR í vil. Í annarri lotu hélst leikurinn áfram rólegur og lítið um hraðaupphlaup nema vera skildi að KR-ingarnir læddu einu og einu að. Staðan í hálfleik var enn hnífjöfn 43-43. Í þriðju lotu fóru KR-ingar að pressa og leystu okkar drengir það nokkuð vel og voru duglegir að fara inn í teig, því þótt ótrúlegt megi virðast miðað við aðra árganga hér í Keflvík, þá eigum við ein hæstu liðin á landinu í '90 og '91 árgöngunum. KR-ingar voru því í smá basli með okkar drengi sem að leiddu eftir þrjár lotur 70-59.

Í upphafi fjórðu lotu komu KR drengirnir inn á völlin og hóf foringi þeirra, Snorri, lotuna á að setja þrist og öskra sína menn í gang. Vægt er til orða tekið að runnið hafið á KR drengi létt SIGUR-æði, því þeir gjörsamlega trylltust á meðan okkar menn urðu eins og þeim hefði verið kastað fyrir organdi ljón. Gjörsamlega lamaðir af ótta. KR drengir keyrðu hraðann upp og óðu inn á okkar menn sem bara fylgdust rólegir með og unnu KR-ingarnir fjórðu lotuna 35 - 8. Í lotunni settu þeir 7 þrista og skoruðu síðustu 24 stigin í leiknum sem okkar drengir náðu aldrei að svara. Því fór sem fór, að KR hafði sigur 78-94 í annars flottum þremur lotum hjá okkar mönnum.

Stigaskor okkar manna var.
Sigfús  Jóhann Árnason     29 stig
Guðmundur Auðun Gunnarsson     20 stig
Stefán Geirsson     12 stig
Lárus Þór Skúlason     8 stig
Almar Stefán Guðbrandsson     7 stig
Arnar Guðjón Skúlason     2 stig
Ingimundur Guðjónsson Náði ekk að  skora
Bjarki Rúnarsson Náði ekki að skora
Gísli Steinar   F.E.I.
Eðvald Ómarsson F.E.I.
Kristján Smárason  F.E.I.