Fréttir

Ótrúlegur titlafjöldi Keflavíkur á undanförnum árum
Karfa: Yngri flokkar | 15. maí 2014

Ótrúlegur titlafjöldi Keflavíkur á undanförnum árum

Það er ljóst að nýlokið keppnistímabil yngri flokka Keflavíkur fer í flokk með þeim bestu frá upphafi þó ekki sé hægt að tala um uppskerubrest í titlum undanfarin 6 ár, en á þeim tíma hefur félagið unnið alls 58 meistaratitla, eða 41 íslandsmeistaratitla og 17 bikarmeistaratitla.

Alls hafa yngri flokkar Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur unnið til 207 meistaratitla frá upphafi og tróna þar í langefsta sæti af öllum aðildarfélögum KKÍ. Liðin sem á eftir koma eru KR með 136 titla, UMFN með 93, Haukar með 92 og Grindavík með 57.

Alls skiptast titlar yngri flokka Keflavíkur frá upphafi skv. eftirfarandi:

Íslandsmeistaratitlar drengja: 52

Bikarmeistaratitlar drengja: 30

Íslandsmeistaratitlar stúlkna: 85

Bikarmeistaratitlar stúlkna: 40

Alls unnu yngri flokkar Keflavíkur til 7 íslandsmeistaratitla af 15 mögulegum og 4 bikarmeistaratitla af 9 mögulegum á yfirstandandi leiktíð.  Þar að auki tóku 3 flokkar silfur á Íslandsmóti og einn flokkur silfur í bikarkeppninni.

Áfam Keflavík.